Svala Björgvins selur glamúrgallana

Svala Björgvins stendur fyrir fatamarkaði á sunnudaginn.
Svala Björgvins stendur fyrir fatamarkaði á sunnudaginn. Ljósmynd/Aðsend

Eurovisionstjarnan Svala Björgvinsdóttir stendur fyrir fatamarkaði sunnudaginn 12. júlí frá klukkan 14 til 17. 

Á fatamarkaðnum verða margar flíkur sem Svala keypti í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún var búsett um árabil. Fatamarkaðurinn verður í Samfylkingarhúsinu í Strandgötu 43 í Hafnarfirði. 

Í samtali við mbl.is segir Svala að fötin verði seld á góðu verði. Í boði verður allt frá vintage-flíkum upp í ný föt. Hún verður ekki með posa og tekur aðeins við peningum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum glamúrgöllum sem verða til sölu á sunnudaginn.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is