Segir filtera gefa óraunhæfa mynd

Kristín birti þessa mynd með færslunni sem hefur fengið mikla …
Kristín birti þessa mynd með færslunni sem hefur fengið mikla athygli. Ljósmynd/Facebook

Kristín Stefánsdóttir sem rekur verslunina No Name segir færslu á Facebook að svokallaðir „beauty filterar“ sem vinsælir eru ýta undir æskudýrkun og gefa óraunhæfa mynd af persónunni.

Kristín hefur hlotið mikið lof fyrir færsluna en hún birti myndir af sér, bæði með filter og án filters. Munurinn er greinilegur á myndunum eins og Kristín bendir sjálf á í færslunni. 

„Langaði að sýna ykkur stelpur hvað þetta er mikil blekking sem er verið að sýna hér á netmiðlum og hjá förðunarsnöppurum og áhrifavöldum, þegar "beauty filterar" eru notaðir ! svona lagað gefur óraunhæfa mynd af persónunni og þar af leiðandi ýtir undir æskudýrkun og að allar konur þurfi að vera „sléttar og línulausar“ og hélst að að líta út fyrir að vera staðnaðar um tvítugt,“ segir Kristín í færslu sinni.

Hún segist ekki taka þátt í þessari þróun og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún minnir konur á að vera ánægðar með sjálfar sig eins og þær eru og vera þakklátar fyrir hvert ár sem við fáum. 

Kristín Stefánsdóttir í No Name.
Kristín Stefánsdóttir í No Name.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál