Tíu tímalausar flíkur í fataskápinn

Hvíta skyrtan er klassísk viðbót í fataskápinn.
Hvíta skyrtan er klassísk viðbót í fataskápinn. AFP

Sérfræðingarnir hjá Vogue vita sitthvað um fatastíl. Þeir telja að eftir kórónuveiru faraldurinn megi greina ákveðnar áherslubreytingar í fatastíl fólks. Greina megi afturhvarf til einfaldari tíma þar sem minna er meira. Klassískur, látlaus og þægilegur klæðnaður eigi eftir að vera meira áberandi eins og til dæmis gamla góða hvíta skyrtan. Hér eru tíu tímalausar flíkur sem talið er að eigi heima í hverjum fataskápi. 

Röndótt peysa

Röndóttar peysur ganga við hvað sem er. Hægt er að nota þær við gallabuxur en það er líka hægt að nota þær við fínni tilefni og para þær þá við leðurpils eða svartar buxur og háa hæla. 

View this post on Instagram

Every wardrobe needs a Breton-striped t-shirt. Here’s our modern refresh of the nautical classic. #cosstores

A post shared by COS (@cosstores) on Apr 26, 2020 at 11:12am PDT

Hvít hneppt skyrta

 Hvíta skyrtan er skyldueign í hvaða fataskáp. Hægt er að klæðast hvítri skyrtu við hvaða tilefni sem er, hafa hana ýmist girta ofan í buxur eða ekki með brett upp á ermar. Hvíta skyrtan fer vel við bæði gallabuxur og fínni föt. 

View this post on Instagram

Embracing spring at home can look like this. What are you up to? Share with #AtHomeWithHM #HM😎

A post shared by H&M (@hm) on May 24, 2020 at 5:02am PDT

Kamellitaður Trench-jakki

Hinn sígildi trench-jakki virðist aldrei ætla að fara úr tísku. Hann gegnur vel við gallabuxur og fínni klæðnað eins og til dæmis dökkan rúllukragabol, pils og flott stígvél.

View this post on Instagram

Discover ARKET’s bright denim hues and transitional neutral essentials for the spring: link in bio. - #ARKET

A post shared by ARKET (@arketofficial) on Feb 28, 2020 at 6:09am PST

Hvítur stuttermabolur

Hvíti stuttermabolurinn hefur verið ákaflega vinsæll upp á síðkastið. Þá er sérstaklega vinsælt að klæðast slíkum bol við fínni pils eða dragtir.

View this post on Instagram

Sporty chic with @vera_roz_ in our Eva #muscletee #stayhomewithfrankie #frankiegirl #thefrankieshop

A post shared by Frankie (@thefrankieshop) on May 18, 2020 at 10:35am PDT

Klassískar gallabuxur

Gallabuxur hafa ekki dottið úr tísku en lagið á þeim breytist með tíðarandanum. Nú eru bæði þröngar og víðar gallabuxur í tísku og um að gera að máta ýmsar tegundir og finna það sem hentar.

View this post on Instagram

Inspired by romanticism | LOST GARDEN #zarawoman Thank you Elaice Gordon

A post shared by ZARA Official (@zara) on Mar 7, 2020 at 9:23am PST

Litli svarti kjóllinn

Svarti kjóllinn mun alltaf koma til með að vera í tísku. Hann má poppa upp með fylgihlutum á borð við belti, hálsmeni eða flottum jakka. Þá bæði ökklaskór eða strigaskór verið vinsælir við kjóla.

Velsniðinn jakki

Flottur jakki er tilvalinn yfir hvíta stuttermaboli, mynstraða kjóla eða jafnvel yfir hettupeysu. Hann gerir hversdagslegar gallabuxur aðeins fínni eða jafnvel stuttbuxur. Hægt er að leika sér með sniðin, jakki sem er í yfirstærð og lausari í sniðinu er óformlegri en sá sem er aðsniðinn.

View this post on Instagram

Loksins kominn aftur 😍 Blazer 8.995 Opið til 21 í kvöld

A post shared by Zara Ísland (@zaraiceland) on Sep 5, 2019 at 10:17am PDT

Hvítir strigaskór

Hvítir strigaskór ganga vel við allt. Þeir geta sett óvænt tvist á annars hefðbundið útlit. 

Fínni buxur fyrir vinnuna

Flottar buxur má nota við öll tækifæri, bæði í vinnuna eða utan vinnunnar. Það skiptir bara máli hvernig maður setur heildarútlitið saman. Hvítur stuttermabolur kemur sterkur inn fyrir „eftir vinnu“ útlitið en fínni skyrta þegar mæta skal til vinnu.

View this post on Instagram

Linen love.

A post shared by & Other Stories (@andotherstories) on Mar 27, 2020 at 4:37am PDT

Leðurtaska

Veldu réttu töskuna sem hentar þínum lífsstíl. Passaðu að troðfylla hana ekki og reyndu að ganga úr skugga um að það sé þægilegt að halda á henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál