Ógleymanlegur ilmur fyrir brúðhjónin

Hertogahjónin Harry og Meghan áttu eftirminnilegan brúðkaupsdag.
Hertogahjónin Harry og Meghan áttu eftirminnilegan brúðkaupsdag. AFP/Steve Parsons

Ilmur vekur gjarnan upp minningar þegar fram líða stundir og því tilvalið að velja sér sérstakan ilm fyrir brúðkaupsdaginn. Ógleymanlegur ilmur getur þannig spilað skemmtilegt hlutverk í að vekja upp minningar síðar meir, þegar angi hans berst yfir. 

Fyrir hana:

Quatre frá Boucheron

Quatre nefnist eftir frægu hringum franska skartgripamerkisins Boucheron. Ilmurinn er sérlega fágaður, nútímalegur og kvenlegur þar sem blóm og sítrusávextir koma saman. Moskus, vanilla og sedrusviður auka aðdráttarafl ilmvatnsins og gera hann munúðarfyllri.

Boucheron Quatre Eau de Parfum, 8.599 kr.
Boucheron Quatre Eau de Parfum, 8.599 kr.

L´Impératrice frá Dolce & Gabbana

Exótískur og líflegur ilmur sem hugsaður er fyrir konuna sem tekið er eftir þegar hún gengur inn í rýmið. Bjartar og ávaxtakenndar ilmnóturnar eru nútímalegar og ferskar og henta við öll tilefni.

Dolce & Gabbana L'Impératrice Eau de Toilette, 9.499 kr.
Dolce & Gabbana L'Impératrice Eau de Toilette, 9.499 kr.

Born In Roma frá Valentino

Hlýr blómailmur með sætum keim. Sólber, jasmínblóm og vanilla einkenna ilminn en bleikur pipar og viðarkenndar nótur gefa honum nútímalegan blæ.

Valentino Born In Roma Eau de Parfum, 10.499 kr.
Valentino Born In Roma Eau de Parfum, 10.499 kr.

Mon Guerlain Florale frá Guerlain

Lofnarblóm og vanilla leika aðalhlutverk í þessum ómótstæðilega ilm að viðbættum bóndarósum og Sambac-jasmínum. Ilmurinn sækir innblástur í hina sterku, sjálfstæðu konu sem býr yfir munúðarfullum kvenleika í senn.

Guerlain Mon Guerlain Florale Eau de Parfum, 9.399 kr.
Guerlain Mon Guerlain Florale Eau de Parfum, 9.399 kr.

J’Adore frá Dior

Hlýja og lúxus einkenna þennan ilm sem endurspeglar hugmyndir Dior um kvenleikann. Ilmurinn byggir á Ylang-Ylang, damaskus-rós og jasmínu ásamt moskus og orkideum. „J´Adore“ þýðir „ég elska“og það er því skemmtilega viðeigandi á brúðkaupsdaginn. 

Dior J'Adore Eau de Parfum, 13.899 kr.
Dior J'Adore Eau de Parfum, 13.899 kr.

Fyrir hann:

Acqua Di Gio Profondo frá Giorgio Armani

Ferkur ilmur sem endurspeglar hyldýpi sjávar. Bergamót, mandarínur og lofnarblóm leika listir sínar í bland við ákafari ilmnótur á borð við ambur og moskus.

Giorgio Armani Acqua Di Gió Profondo, 14.899 kr.
Giorgio Armani Acqua Di Gió Profondo, 14.899 kr.

K frá Dolce & Gabbana

Ilmurinn fangar kjarna mannsins, sem er trúr sjálfum sér, varðveitir fjölskyldu sína og ástvini. Heillandi og arómatískur ilmur sem einkennist af sítrusávöxtum, salvíu, og geraníum. Hlýjar viðnóturnar skapa svo eftirtektarverðan ilmslóða.

Dolce & Gabbana K, 12.799 kr.
Dolce & Gabbana K, 12.799 kr.

Sauvage frá Dior

Ferskur en jarðtengdur ilmur sem sækir innblástur í hið heita landslag eyðimerkurinnar. Hlýjar viðarnótur, bergamót, pipar og amberviður gera ilminn göfugan en hráan og nútímalegan í senn.

Dior Sauvage, 12.999 kr.
Dior Sauvage, 12.999 kr.

L´Homme Le Parfum frá YSL

Fágaður, öflugur og tælandi ilmur sem byggir á kraftmiklum viðarkenndum ilmnótum. Sítrusávextir, geraníum og vetiver færa ilminum aukinn ferskleika og hlýju.

Yves Saint Laurent L´Homme Le Parfum, 12.699 kr.
Yves Saint Laurent L´Homme Le Parfum, 12.699 kr.
mbl.is