Er kominn tími á nýjan hárlit?

Margar konur langar að prófa sig áfram þegar kemur að …
Margar konur langar að prófa sig áfram þegar kemur að hárlit, en vita ekki hvernig þær eiga að bera sig eftir því.

Vogue býður konum um víða veröld upp á að skrá sig í fjögurra tíma ferðalag um allt milli himins og jarðar þegar kemur að hárlitun. Vogue býður upp á lifandi streymi í fjóra tíma þar sem rætt er við helsta fagfólk í heimi á þessu sviði og farið verður yfir m.a. hvaða hárlitur hentar hverjum húðtón best. 

Íslenskar konur eru hvattar til að láta ekki sitt eftir liggja og skoða allt sem í boði er á þessu sviði. Margar konur þrá brúna, rauða eða hlýja tóna í hárið, en vita ekki alveg hvernig þær eiga að biðja um það. 

Það er veruleg sjálfsvirðing að vera sérfræðingur í eigin smekk og stíl og af hverju ekki að nýta sér þá þjónustu sem er í boði í dag á netinu?

Sýndarveruleika samkoman verður þann 10. júlí næstkomandi og í boði fyrir alla.

mbl.is