Klum kemur þvengnum aftur í tísku

Fyrirsætan Heidi Klum birti þessa mynd af sér á Instagram.
Fyrirsætan Heidi Klum birti þessa mynd af sér á Instagram. Skjáskot/Instagarm

Það eru að verða 20 ár síðan að það þótt vinsælt að draga örlítinn nærbuxnaþveng upp á mjaðmir og vera í lágum buxum. Ef eitthvað er að marka ofurfyrirsætuna Heidi Klum virðist þetta umdeilda tískufyrirbrigði vera að komast aftur í tísku. 

Klum birti mynd af sér í ræktinni á Instagram. Má sjá Klum lyfta handlóðum í íþróttatopp og þröngum íþróttabuxum. Upp úr buxunum eru tveir strengir sem líta út fyrir að vera nærbuxurnar hennar. Ekki fylgir sögunni hvort að það sé þægilegt að æfa í fatnaðinum. 

Heidi Klum.
Heidi Klum. AFP

Ekki er hægt að sjá hvernig þessi klæðaburður leggst í fylgjendur Klum en hún er með lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni. Eftir að myndin var búin að vera inni í einn dag voru þó um 140 þúsund notendur búnir að líka við myndina. 

Fyrirsætan er að vísu ekki fyrsta stjarnan til þess að endurnýja kynnin við þessa nærbuxnatísku. Síðustu misseri hefur tíska frá því á tíunda áratug síðustu aldar verið vinsæl og í kjölfarið hefur aðeins borið á því að konur sýni g-strenginn og þá sérstaklega á Instagram. Það kemur kannski ekki á óvart að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er ein þeirra sem hefur prófað sig áfram með nærbuxnategundina að undanförnu. 

View this post on Instagram

BodyMindSoul

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on Jul 15, 2020 at 11:12am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál