Spears lítur út fyrir að vera yngri án farða

Britney Spears segir náttúrulegt útlit málið.
Britney Spears segir náttúrulegt útlit málið. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Britney Spears er þekkt fyrir að vera mikið máluð en á dögunum birti hún mynd af sér án farða á Instagram. Hún sagðist vera búin að uppgötva að náttúrulegt útlit er málið auk þess sem hún segir fólk líta út fyrir að vera yngra án farða. 

„Eftir allan þennan tíma í lífi mínu var ég bara að læra að enginn farði er málið... Ég meina... Smá farði er skemmtilegur en eftir að hafa eytt svo miklum tíma í hár- og förðunarstólum til þess að líta óaðfinnanlega út.... Mér finnst náttúrulegt útlit málið... Þú lítur út fyrir að vera muuuun yngri og lítur betur út,“ skrifað hin 38 ára gamla Britney Spears en tók fram að hún væri meðvituð um að hún væri með maskara á myndinni. 

Það eru örugglega margar konur sem hafa notað minni farða eftir að kórónuveirufaraldurinn setti líf margra á hliðina. Konur eru einnig þekktar fyrir að nota minni farða á sumrin og bara spurning hvort þetta náttúrulega útlit haldi áfram að gera það gott eftir verslunarmannahelgi?mbl.is