Katrín í skyrtukjól af dýrari gerðinni

Kensington-höll birti myndir af Katrínu í kjólnum.
Kensington-höll birti myndir af Katrínu í kjólnum. Skjáskot/Twitter

Katrín hertogaynja klæddist fallegum hvítum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, kynntu fjárúthlutun til góðgerðarmála á dögunum. Katrín hefur verið dugleg að klæðast sumarkjólum og var hvíti skyrtukjóllinn ekki síðri en þeir kjólar sem hún hefur klæðst í sumar. 

Kjóllinn, sem er með bláu munstri, er frá breska lúxusmerkinu Suzannah. Hægt er að kaupa kjólinn í netverslun merkisins og kostar hann 995 pund eða um 173 þúsund íslenskra króna.

Skyrtukjóll frá Suzannah.
Skyrtukjóll frá Suzannah. Ljósmynd/Suzannah.com

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hertogaynjan klæðist kjólum frá merkinu en hún virðist nota þá mikið á sumrin. Katrín klædist til að mynda kjól frá merkinu á myndum sem birtust í  tilefni af eins árs afmæli Georgs prins árið 2014 en hann á afmæli í júlí. 

Þessi mynd af fjölskyldunni var tekin árið 2014 og birt …
Þessi mynd af fjölskyldunni var tekin árið 2014 og birt í tilefni eins árs afmæli Georgs. AFP

Katrín klæddist einnig kjól frá Susannah á Wimbledon-tennismótinu í júlí í fyrra. 

Katrín hertogaynja á Wimbledon-tennismótinu í júlí í fyrra í hvítum …
Katrín hertogaynja á Wimbledon-tennismótinu í júlí í fyrra í hvítum kjól frá Suzannah. AFP
mbl.is