Britney Spears þakin henna-flúri

Britney krefst athygli.
Britney krefst athygli. Skjáskot/Instagram

Britney Spears segist krefjast athygli í nýrri færslu á Instagram. Þar birtir hún mynd af sér fáklæddri þakin henna-húðflúri frá toppi til táar. 

Við myndina segist hún hugsanlega hafa ofgert skrautinu og kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé líklegast að krefjast athygli.

Henna-húðflúr á rætur sínar að rekja til Austurlanda fjær og er gert með náttúrulegu efni sem unnið er úr samnefndri plöntu. Henna er mikið notað í hátíðarhöldum hindúa þar sem húðin er skreytt fallegu mynstri.

mbl.is