Fimm ráð fyrir fataskápinn

Gefðu þér tíma í að taka til í fataskápnum reglulega.
Gefðu þér tíma í að taka til í fataskápnum reglulega. Unsplash.com Sarah Brown

Það getur reynst þrautin þyngri að skapa heildstætt fatasafn. Kostir þess eru þó ótvíræðir. Það sparar tíma á morgnana þegar flíkurnar eru valdar með þeim ásetningi að þær passi saman. Þá verður einnig minni óreiða þegar verið er að klæða sig þar sem maður þarf ekki  að máta allt til að sjá hvernig hitt og þetta passar saman. 

1. Veldu litapallettu og haltu þig við hana

Hægt er til dæmis að leggja alfarið áherslu á föt sem eru í hlutlausum tónum. Þannig að ef eitthvað grípur augað þitt sem passar ekki með litunum sem þú ert að vinna með geturðu sleppt því að kaupa það. Leyfilegt er þó að poppa upp útlitið með til dæmis litríkum fylgihlutum. 

2. Þú þarft að vita hvað virkar

Hugsaðu um þær flíkur sem hafa virkað hvað best fyrir þig og þú velur að klæðast aftur og aftur. Reyndu að bera kennsl á það sem einkenndi þær flíkur og hvernig sniðið fór þér. Flíkurnar þurfa að henta vel lífsstíl þínum og þér þarf að líða vel í þeim. Ef þú átt uppáhaldshönnuð eða tegund af fötum skaltu halda tryggð við það merki.

View this post on Instagram

Savour summer with our skirt of the moment, in a new zesty sorbet shade and crafted from organic cotton

A post shared by COS (@cosstores) on Jul 19, 2020 at 9:25am PDT

3. Keyptu töskur sem henta lífsstílnum

Töskur eru töluverð fjárfesting og vert að taka vel ígrundaða ákvörðun áður en taska er keypt. Leitaðu að töskum sem þjóna þér vel í hinu hversdagslega lífi. Ef þú ert alltaf á ferðinni vegna vinnu, veldu þá tösku sem getur rúmað fartölvuna. Ef þú ert alltaf á hlaupum eftir börnum skaltu velja tösku sem hægt er að bera þvert yfir sig og hafa hendurnar lausar. Eins ef þú ert mikið í mynstruðum fötum, þá er betra að velja einlita tösku í hlutlausum lit.

4. Mótaðu ákveðna stefnu

Það er betra að kaupa flíkur sem þú kemur til með að nota oft. Gott er að klæðast strax því sem maður var að kaupa en það minnkar líkur á að maður sjái eftir að kaupa það. Stundum fer maður út af sporinu, til dæmis þegar maður kaupir flík fyrir ferðlag erlendis. Þá er gott að staldra við og velja frekar flík sem maður getur notað við fleiri tilefni.

5. Taktu til í fataskápnum reglulega

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Farðu vandlega í gegnum fataskápinn. Taktu fyrir hverja einustu flík og spurðu þig hvenær það var sem þú klæddist henni síðast. Sérfræðingar mæla með að gera þetta einu sinni í mánuði. Hafir þú ekki klæðst flíkinni lengi þá er tími til kominn að gefa hana áfram. Þetta á þó ekki við um klassískan og árstíðabundinn klæðnað eins og vetrarkápur. 

mbl.is