Notaðu klósettpappír sem fatnað

Það er auðvelt að tolla í tískunni á tímum Covid-19 …
Það er auðvelt að tolla í tískunni á tímum Covid-19 ef marka má nýjustu fréttir frá tískuhúsi Marc Jacobs.

Vogue greinir frá því að rússneska listakonan Maya Golyshkina eigi upp á pallborðið um þessar mundir þar sem Marc Jacobs vörumerkið er að kynna hugvit hennar en það fjallar um að nota það sem finnst á heimilinu sem fatnað og fylgihluti. 

Hún notar morgunkorn, klósettpappír og fleira tilfallandi og tekur af sér athyglisverðar ljósmyndir. 

Starfsmenn tískuhússins fundu hana á samfélagsmiðlum og fengu hana í samstarf. Verk hennar þykja viðeigandi á tímum kórónuveirunnar þar sem margir eru heima við og ferðalög, útivera og mannfögnuður er á undanhaldi tímabundið. 

View this post on Instagram

My new project special for @marcjacobs ❤️❤️❤️

A post shared by Maya Golyshkina (@_themaiy_) on Aug 4, 2020 at 12:30am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál