Dreymir um að komast í svuntuaðgerð eftir hjáveituaðgerð

Ljósmynd/Allgo/Unsplash

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er að velt fyrir sér hvað þurfi að líða langur tími frá hjáveituaðgerð þangað til hægt er að fara í svuntuaðgerð. 

Sæl Þórdís.

Hvað ráðleggur þú að láta líða langan tíma frá hjáveituaðgerð þar til að skoðað er að fara í svuntuaðgerð?

Kveðja, K

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/04/08/er_svunta_fyrir_folk_i_yfirvigt/

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl K og takk fyrir spurninguna. 

Það er mikilvægt að vera kominn í stöðuga þyngd þegar farið er í svuntuaðgerð eftir mikið þyngdartap. Ég mæli með um það bil sex mánuðum í sömu þyngd áður en farið er í svuntuaðgerð. Fyrir flesta þýðir þetta 12-18 mánuðum eftir aðgerð (hjáveituaðgerð, ermi eða band). Þetta er mikilvægt til þess að árangur svuntuaðgerðarinnar verði sem bestur.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is