Hefur hársvörður áhrif á hrukkumyndun í andliti?

Gæta þarf að hársverðinum líkt og húðinni á andlitinu.
Gæta þarf að hársverðinum líkt og húðinni á andlitinu.

„Húðin í hársverði eldist tólf sinnum hraðar en húð á líkama og sex sinnum hraðar en húðin í andliti. Sumir sérfræðingar ganga svo langt að halda því fram að flestar hrukkur í andliti komi frá töpuðum teygjanleika í hársverði. Við teljum langlífi húðar tengjast samspili þess að hugsa vel um húð í hársverði og andliti. Ótímabær öldrun í hársverði veldur líka hárþynningu og hárlosi,“ segir Hildur Elísabet Ingadóttir, snyrtifræðimeistari og þjálfari hjá heildsölunni Bpro. Þetta fær fólk eflaust til að velta hársverðinum aukna athygli en hingað til hefur nær öll áhersla verið á húðumhirðu á andliti.

Andoxunarefni spila stórt hlutverk

Hildur bendir á mikilvægi andoxunarefna í þessu samhengi. „Í stuttu máli þá vinna andoxunarefni gegn ótímabærri öldrun hárs og hársvarðar. Þau draga úr töpuðum teygjanleika hársvarðar og minnka líkur á bólgum í hársverði og þar af leiðandi minnkar hárlos. Við teljum að það sé nauðsynlegt að nota hárvörur sem innihalda andoxunarefni, þær vinna gegn skaðlegum áhrifum stakeinda,“ útskýrir Hildur og bendir einnig á mikilvægi þess að fá andoxunarefni úr fæðu og bætiefnum. Hún nefnir að hægt sé að lesa sér til um andoxandi gildi í matvælum með því að skoða til dæmis Orac-skalann. 

Innan Renewing-línu Davines má finna Renewing Serum Superactive. Þetta er …
Innan Renewing-línu Davines má finna Renewing Serum Superactive. Þetta er serum fyrir hársvörðinn en formúlan inniheldur andoxunarefni sem viðhalda heilbrigðu hári og kunna að auka líftíma þess.

Hársvörðurinn grunnur að heilbrigðu hári

Það er ýmislegt hægt að gera til þess að huga að heilbrigðum hársverði. Til dæmis er hægt að nota nærandi hárvörur, milda skrúbba fyrir hársvörð til að fjarlægja dauðar húðfrumur eða sýruformúlur sem eru sérstaklega þróaðar fyrir hársvörð. Þess skal getið að ph-gildi hársvarðarins er frábrugðið öðrum svæðum líkamans. „Heilbrigður hársvörður með góða frumendurnýjun og heilbrigða starfsemi styður við heilbrigðan hárvöxt og þar af leiðandi heilbrigt hár. Þurr hársvörður getur stíflað hársekkina og valdið hárlosi. Feitur hársvörður getur fengið fituflösu sem stíflar hársekkina og valdið hárlosi. Getur líka valdið bólgum sem loka hársekkjunum og valda hárlosi. Mikilvægt að nudda hársvörðinn til að örva blóðflæði,“ segir Hildur. 

Davines SOLU Sea Salt Scrub Cleanser er djúphreinsandi saltskrúbbur sem …
Davines SOLU Sea Salt Scrub Cleanser er djúphreinsandi saltskrúbbur sem endurnærir hársvörðinn og fjarlægir óhreinindi, leifar af mótunarvörum og mengun.

Ein af mörgum meðferðum sem ítalska hárvörumerkið Davines býður upp á er sýrumeðferð fyrir hársvörð en hún fer eingöngu fram á hárgreiðslustofum. „Renewing-sýran fjarlægir dauðar húðfrumur, eykur endurnýjun húðfrumna, gefur raka og eykur glans. Hárið verður silkimjúkt og sýran eykur einnig blóðflæði til hársekkja og hársvarðar og eykur þar af leiðandi upptöku næringar. Meðferðina er gott að taka í kúr til að byrja með einu sinni í viku í sex vikur. Síðan er gott að endurtaka hana reglulega eftir því sem hárgreiðslumaðurinn ráðleggur,“ segir Hildur og bendir á að sýrumeðferð er góð til að auka heilbrigði hársvarðar, til að leysa upp dauðar húðfrumur sem kunna að stífla hársekkina, til að jafna fituframleiðslu og við mikilli flösu. 


Grá hár þurfa meiri mýkt og raka

„Þegar að hár gránar finnst okkur þau oft standa meira upp og vera erfiðari meðhöndlunar. Tilfellið er að ysta lagið á gráu hári er grófara heldur en það var áður. Grátt hár þarf meiri mýkt og raka. Gott er að bursta hárið á hverju kvöldi til þess að dreifa náttúrulegum olíum um hárið, þá mælum við með svínshára-burstum. Eftir sex vikur ætti hárið að vera mýkra og meira glansandi,“ segir Hildur. Hún segir það gott að nota fjólublátt sjampó reglulega til að tóna gráu hárin. „Það gefur ljóma og skerpir litinn. Nauðsynlegt er að nota sjampó sem nærir hárið, gefur raka og eins nota góða djúpnæringu reglulega. Með því að hugsa betur um hársvörðinn og hárið lengjum við líftíma þess og þá ættum við að geta aðeins dregið það að grá hár komi fram. Alveg eins og við minnkum líkur á ótímabærri öldrun í andliti með réttri húðumhirðu. Hins vegar eru margir þættir sem spila inn í öldrun hársins, eins og erfðir, lífstíll, matarræði og streita,“ segir Hildur að lokum. 

Label.m Cool Blonde Shampoo og Cool Blonde Conditioner eru sérlega …
Label.m Cool Blonde Shampoo og Cool Blonde Conditioner eru sérlega öflugar og djúpfjólubláar formúlur til að tóna ljóst eða grátt hár. Formúlurnar innihalda einnig andoxunarefni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál