Sænska móðurskipið H&M opnar á Akureyri

Það myndaðist röð fyrir utan H&M þegar hún var opnuð …
Það myndaðist röð fyrir utan H&M þegar hún var opnuð á Hafnartorgi 2018. mbl.is/Hari

Verslun H&M opnaði í Smáralind í Reykjavík 2017. Nú ætlar fyrirtækið að opna verslun á Glerártorgi á Akureyri fimmtudaginn 3. september.  

Verslunin er sú fjórða í röðinni á Íslandi síðan H&M kom fyrst til landsins árið 2017 og sú fyrsta sem staðsett er utan höfuðborgarsvæðisins.

„Við erum afar spennt fyrir því að opna verslun utan höfuðborgarsvæðisins og að geta boðið viðskiptavinum okkar á Norðurlandi upp á gæði og sjálfbærari tísku á góðu verði. Við erum þakklát fyrir viðtökurnar á Íslandi og nýja verslunin á Glerártorgi er frábær viðbót í hóp verslana okkar á landinu,“ segir Moritz Garlich, svæðisstjóri H&M á Íslandi, í Finnlandi og Noregi.

Garlich veitir því eftirtekt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku.

„Íslendingar eru þekktir fyrir að fylgjast vel með í tískuheiminum og því fögnum við. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á nýjustu tísku en einnig tímalausan og sígildan klæðnað. Það er okkar ósk að nýja verslunin veiti viðskiptavinum enn frekari innblástur þegar kemur að tísku og persónulegum stíl.“

mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál