„Samfélagið hatar feitt fólk“

Tess Holliday klæddist kjólnum á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar.
Tess Holliday klæddist kjólnum á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Tess Holliday mætti í bleikum jarðarberjakjól á Grammy-verðlaunahátíðina í byrjun árs. Eftir hátíðina lentu hún og kjóllinn á listum margra tískumiðla yfir verst klæddu stjörnurnar á hátíðinni.

Nú er þessi sami kjóll frá hönnuðinum Liriku Matoshi einn vinsælasti kjóll sumarsins og var meðal annars á lista The New York Post yfir nauðsynlega kjóla fyrir sumarið. Vogue fjallaði einnig um kjólinn nú fyrr í ágúst í færslu þar sem velt var vöngum yfir því hvernig þessi einstaki jarðarberjakjóll varð svona vinsæll.

View this post on Instagram

The story of the #strawberrydress Thank you @voguemagazine & @sarahjanespellings 🍓☁️ Read the full article on Vogue.com

A post shared by Lirika Matoshi (@lirika.matoshi) on Aug 12, 2020 at 2:30pm PDT

Holliday sjálf velkist ekki í vafa um af hverju kjóllinn þótti ljótur þegar hún klæddist honum en gríðarlega vinsæll þegar grannar fyrirsætur og áhrifavaldar klæddust honum. Hún segir að það hafi ekkert með útlit eða hönnun kjólsins að gera heldur hati samfélagið einfaldlega feitt fólk.

Í færslu á Twitter skrifaði Holliday: „Ég er hrifin af því hvernig ég komst á listann yfir verst klæddu stjörnurnar þegar ég klæddist þessum kjól í janúar en núna, þegar fullt af grönnu fólki er í honum á Twitter, eru allir að missa sig. Til að draga þetta saman: Samfélagið hatar feitt fólk, sérstaklega þegar það stendur sig vel,“ skrifaði Holliday. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál