„Herklæði“ Melaniu Trump vekja athygli

Melania Trump á landsfundi Repúblikana á þriðjudagskvöldið.
Melania Trump á landsfundi Repúblikana á þriðjudagskvöldið. AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, sótti innblástur í herinn þegar hún kom fram á landsfundi Repúblikanaflokksins á þriðjudagskvöldið síðasta. Klæðnaður hennar hefur hlotið mikla athygli og velta spekingar fyrir sér hvaða skilaboð hún vildi senda. 

Frú Trump klæddist hermannagrænum jakka frá Alexander McQueen og við hann var hún í víðu pilsi í sama lit. Hún var svo með þykkt belti um mittið. Jakkinn er með breiðum öxlum og kraga, ekki ólíkur hermannajökkum. 

Dragtin þykir minna á herklæði.
Dragtin þykir minna á herklæði. AFP

Aðgangurinn diet_prada, sem fjallar um tísku og tískustrauma, gagnrýndi klæðnað forsetafrúarinnar harkalega og líkti honum við klæðnað Adolfs Hitlers, Benitos Mussolinis og fyrrverandi forsætisráðherra Rúmeníu Ions Antonescus. 

The New York Times vakti einnig athygli á klæðnaði frú Trump þar sem blaðamaður velti fyrir sér hvaða stríð hún hefði klætt sig upp fyrir. „Orð forsetafrúarinnar í ræðu hennar á landsfundi repúblikana sögðu eitt en dragtin hennar sagði annað,“ skrifar Vanessa Friedman, blaðamaður New York Times. 

Mörgum þótt kveða við nýjan tón í ræðu Trump á þriðjudaginn þar sem hún talaði um samkennd og sameiningu. Hún sýndi fórn­ar­lömb­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins samúð og minnti á sína eig­in sögu sem inn­flytj­andi í Banda­ríkj­un­um. Sam­ein­ing þjóðar þrátt fyr­ir ólíka kynþætti og biðlaði til fólks að stöðva of­beldið og grip­deild­ir. Einnig vakti það athygli að hún talaði um kórónuveiruna sem Covid-19 en ekki „kínversku veiruna“.

Friedman bendir á að klæðnaður hennar geti talist í hrópandi ósamræmi við orð hennar. Hún segir að það sé þó erfitt að átta sig á því hvaða skilaboð hún sé að reyna að senda þar sem hún komi svo sjaldan fram og hafi gefið svo lítið af sér í tíð sinni sem forsetafrú.

New York Times 

Fyrir hvaða stríð klæddi frú Trump sig upp fyrir spyrja …
Fyrir hvaða stríð klæddi frú Trump sig upp fyrir spyrja sig margir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál