Meghan frjálsleg í teinóttu

Meghan er sumarleg í hvítum síðbuxum á heimaslóðunum í Bandaríkjunum.
Meghan er sumarleg í hvítum síðbuxum á heimaslóðunum í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Meghan hertogaynja settist niður með femínistanum Gloriu Steinem á sólríkum degi í Bandaríkjunum. Hversdagslegur fatastíll Meghan er fágaður en um leið frjálslegur. 

Meghan var í hvítum teinóttum buxum frá bandaríska merkinu Anine Bing. Töffaralegu útvíðu buxurnar kosta 220 pund á vef Net-a-Porter eða um 40 þúusnd íslenskar krónur. Á vef Daily Mail kemur einnig fram að fyrirsæturnar Rosie Huntington-Whiteley og Gigi Hadid séu aðdáendur Anine Bing. 

Meghan hertogaynja í hvítu og Gloria Steinem í svörtu.
Meghan hertogaynja í hvítu og Gloria Steinem í svörtu. Skjáskot/Instagram

Við buxurnar var Meghan í einföldum hvítum stuttermabol og í sandölum frá Stellu McCartney. Til þess að verja sig fyrir sólinni var hún með sólhatt frá Janessu Leone. 

Teinóttar síðbuxur frá Anine Bing.
Teinóttar síðbuxur frá Anine Bing. Ljósmynd/net-a-porter.com

Meghan var ánægð með að fá að tala við Steinem en þær töluðu meðal annars um feminisma og mikilvægi þess að kjósa. Ekki kemur fram hvar viðtalið var tekið upp en hundar Meghan og Harry Bretaprins voru á staðnum og því ekki ólíklegt að takan hafi átt sér stað í garði þeirra í Santa Barbara í Bandaríkjunum. 

mbl.is