Svona ferðu í sykurvímu án þess að fitna

Tónlistarkonan Selena Gomez er glæsileg í nýju tónlistarmyndbandi Ice Cream.
Tónlistarkonan Selena Gomez er glæsileg í nýju tónlistarmyndbandi Ice Cream.

Í glænýrri ballöðu Blackpink og Selenu Gomez er ekki verið að flækja hlutina. Lagið, sem ber nafnið Ice Cream, fjallar um fátt annað en ís en eins og við var að búast má sjá fallegan fatnað í pastellitum sem vekur athygli. 

Fatnaður frá Chanel, Dior og Saint Laurent er í öndvegi. Gomez minnir óneitanalega á „pin up“-stúlku frá fimmta áratug síðustu aldar; í þröngum kjólum og með hár og förðun sem eftir er tekið.

Klassísku tískuhúsin hafa að undanförnu keppst við að fá ungt tónlistarfólk og leikara til að gera flíkurnar að sínum. Það er áhugavert að sjá árangurinn sem hlýst af því. Tónlistarmyndbandið er algjör sykurvíma og minnir á að bjartir litir eiga alltaf við. Einnig á haustin. 

Vogue


 

mbl.is