Seiðandi á nóttunni með Coco Chanel

Keira Knightley er andlit ilmsins.
Keira Knightley er andlit ilmsins.

Það ættu allar konur að hugleiða hugmyndina á bak við nýja ilminn Coco Mademoiselle L'eau Privée. Ilmurinn, sem Olivier Polge þróaði, er léttur blómailmur með musk-tón og jasmín. 

Ilmurinn er þróaður svo konur geti verið seiðandi á nóttunni. Að þróa ilm sem einungis ætti að notast uppi í rúmi hljómar ekki svo fjarstæðukennt ef tekið er mið af því að nú eiga konur að elska sig sjálfar skilyrðislaust öllum stundum. 

Konur sem þrá gæði og góða drauma velja sér fallega liti á veggina í herberginu sínu. Þær sofa í þægilegum silkináttkjól og vilja einungis það besta í rúmfatnaði. Að sjálfsögðu vilja þær ilma á einstakan hátt uppi í rúmi líka. Fyrst fyrir sig sjálfar og síðan fyrir aðra. 

Grunntónn ilmvatnsins er mjög mildur sem er snjöll leið til að hafa ekki áhrif á djúpa svefninn. Rétt áður en djúpa svefninum er náð taka við rósailmur og jasmín, sem eykur möguleikana á áhugaverðum draumum. Ferski tónninn sem finnst um leið og ilmurinn er settur á líkamann minnir á að hver nótt getur verið einstök.

Coco Mademoiselle L’eau Privée kemur í fallegri flösku sem á …
Coco Mademoiselle L’eau Privée kemur í fallegri flösku sem á heima í svefnherberginu hjá konum sem vilja gæði. mbl.is/Coco Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál