Svona er best að farða sig eftir fimmtugt

Helga Kristjáns er förðunarfræðingur með yfir tíu ára reynslu úr tískuheiminum þar sem hún hefur starfað sem stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður en einnig förðunarritstjóri hjá íslenska Glamour og Nýju lífi. Helga hefur sérhæft sig í að skrifa um tísku, hönnun og förðun en einnig stíliserað og farðað fyrir forsíður stærstu tímarita landsins. Í dag ritstýrir hún vef Smáralindar, HÉR ER. Á dögunum farðaði hún frænku sína með nýjustu litunum frá Sensai en með förðuninni sýndi hún hvernig gott er að farða fólk sem er komið yfir fimmtugt.  

„Ég byrjaði á frekar léttri dagsförðun og bætti svo við augnförðunina til að sýna lúkk sem hentar kannski betur að kvöldi til. Ég notaði léttan og ljómandi farða og mjög klæðilega augnskuggapallettu í brúnum tónum sem inniheldur einn bronsaðan lit sem er gaman að leika sér með,“ segir Helga. 

Hvað skiptir máli þegar konur eru komnar yfir fimmtugt? 

„Að líða vel í eigin skinni og gefa sér tíma til að dekra við sjálfa sig. Hugsa vel um sjálfið, bæði innan frá og utan. Það er mikill misskilningur að það sé grunnhyggja að hafa áhuga á förðun og tísku. Þessar mínútur á morgnana fyrir framan spegilinn eru mjög mikilvægar og hafa víðtæk áhrif á daginn okkar og ég hvet allar konur til þess að leyfa sér að dúlla aðeins við sig, tíu mínútur gera helling og þær eigum við flestar.“

Hvaða litir eru á bannlista þegar fólk er komið yfir fimmtugt?

„Það er ekkert sem heitir „no no“ þegar kemur að förðun. Ég myndi einna helst passa upp á að farðinn sé í réttum lit og að nota ekki snyrtivörur með púðurkenndri áferð. Þar kemur Total Finish-púðurfarðinn eða „fótósjopp í dós“ eins og ég kalla það, sterkur inn. Hann er silkimjúkur og sest ekki í fínar línur heldur fyllir frekar upp í þær ef eitthvað er.“

Hver er þín uppáhaldssnyrtivara?

„Total Finish-púðrið trón­ir efst á lista hjá mér enda með fjöl­breytt nota­gildi og best að hafa í tösk­unni til að fríska upp á sig yfir dag­inn.“

Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem vilja líta vel út en eru ekki sleipir á förðunarsviðinu?

„Kíkið yfir á Facebook-síðu Sensai Cosmetics en þar eru nokkur myndbönd frá mér með góðum ráðum.“ 

mbl.is