Steldu stíl frönsku kvennanna

Leikkonan Ana Neborac var glæsileg á franskri kvikmyndahátíð sem haldin …
Leikkonan Ana Neborac var glæsileg á franskri kvikmyndahátíð sem haldin var nýverið. mbl.is/AFP

Franskar konur hafa lengi verið leiðandi þegar kemur að tískunni. Þótt erfitt sé að átta sig í fyrstu á hvað þær gera öðruvísi, þá eru þær staðfastar þegar kemur að tískusveiflum og mjög svo samtaka með nokkra hluti. 

Þessi staðreynd var áberandi á frönsku kvikmyndahátíðinni Francophone Angouleme Film Festival sem haldin var í þrettánda skipti þann 29. ágúst síðastliðinn. Kvikmyndahátíðin var mikil tískuveisla og báru frönsku leikkonurnar Ana Neborac, Virginie Efira Noee Abita og Noee Abita af þegar kom að útliti. 

Noee Abita var glæsileg þegar hún kynnti kvikmyndina Slalom. Hún var með einfalda förðun í anda franskra kvenna. Hún er með stuttan topp og klæddist stílhreinni hvítri skyrtu í anda Gerard Darel. 

Noee Abita vakti athygli fyrir fallega lágstemmda franska hárgreiðslu nýverið.
Noee Abita vakti athygli fyrir fallega lágstemmda franska hárgreiðslu nýverið. mbl.is/AFP

Ana Neborac vakti athygli þegar hún kom fram við kynningu kvikmyndarinnar De l'or pour les chiens. Hún var einnig með einfalda förðun og frjálslega lagað hárið. Hún bar fallega stóra silfureyrnalokka og klæddist einfaldri dragt í anda tíunda áratugs síðustu aldar. 

Ana Neborac klæddist fallegri dragt sem minnti á tíunda áratug …
Ana Neborac klæddist fallegri dragt sem minnti á tíunda áratug síðustu aldar. YOHAN BONNET

Virginie Efira var með einstakan stíl er hún kynnti kvikmyndina Adieu Les Cons. Hún var með fallega gyllta lokka. Brúnan augnskugga og liði í ljósu hári. Fatnaðurinn sem hún klæddist var svartur og einfaldur. 

Virginie Efira er alltaf glæsileg og ber af hvert sem …
Virginie Efira er alltaf glæsileg og ber af hvert sem hún kemur. mbl.is/AFP

Allar eiga leikkonurnar það sameiginlegt að vera með þennan fágaða fallega franska stíl sem hrópar einfaldleiki og gæði sem er eitthvað sem franskar konur kunna einstaklega vel.

mbl.is