Kári Sverriss myndaði Liv fyrir forsíðu ELLE

Tískuljósmyndarinn KáriSverriss á heiðurinn af forsíðumynd þýska ELLE en forsíðuna prýðir íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir sem starfar hjá Eskimo. Sara Dögg Johansen sá um förðunina en stílisti var Sigrún Ásta. 

„Við tókum þennan myndaþátt upp fyrir nokkrum mánuðum. Ég lét síðan vinna myndirnar og þær voru teknar í þeim tilgangi eða í von um að fá birtingu í erlendu tímariti. Ég sendi svo myndirnar einnig á umboðsskrifstofuna mína í New York en þeir eru að vinna í því að koma mínum myndum víðar um heiminn og hjálpa mér að koma mér á framfæri,“ segir í Kári í samtali við Smartland. 

Kári segir að einn af hans umboðsmönnum hafi sýnt ritstjóra þýska ELLE myndirnar og hélt hún ekki vatni yfir myndunum að sögn Kára.  

„Vegna kórónuveirunnar hefur verið erfiðara fyrir mig að ferðast utan í verkefni eins og hjá mörgum í mínum bransa. Þess vegna hafa sum tímarit leitað óhefðbundinna leiða til þess að finna nýtt efni. Ég fékk staðfestingu á því að myndin yrði notuð á forsíðuna fyrir nokkrum mánuðum og hef ég hlakkað til að geta deilt forsíðunni þegar hún kæmi út. Enda er þýska ELLE eitt af vinsælustu tísku- og lífsstílstímaritum í heiminum,“ segir hann. Hann segist vera mjög þakklátur fyrir þetta verkefni. 

„Ég er ofboðslega þakklátur fyrir þetta flotta teymi. Það er þeim að þakka að við náðum þessum árangri með þessar myndir,“ segir hann. 

Hér er Kári ásamt fyrirsætunni Ali Tate Cutler sem hann …
Hér er Kári ásamt fyrirsætunni Ali Tate Cutler sem hann myndaði hérlendis fyrir íslenska fyrirtækið MTK.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál