Styðja konur í neyð með bol GDRN

FO bolurinn kostar 7.900 kr. og er framleiddur í takmörkuðu …
FO bolurinn kostar 7.900 kr. og er framleiddur í takmörkuðu upplagi.

Konur og stúlkur í neyð eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Líbanon, 4. ágúst, kórónuveirufaraldurinn og djúpstæð efnahagskreppa hafa áhrif á stöðu kvenna í Líbanon. UN Women hefur látið hanna boli og rennur ágóðinn til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. 

Salan á bolnum hófst í dag en listamaðurinn GDRN leggur átakinu lið en bolurinn skartar ljóði eftir hana. 

Eins og áin.

Breytileg og kröftug.

Straumþung og flæðandi.

Hún tekur óvæntar stefnur.

Stundum er lítið í henni.

En sama hvað heldur hún áfram að streyma.

Saman stýrum við straumnum.

-gdrn

FO bolurinn er rjómalitaður í yfirstærðar-sniði úr mjúkri bómull. Framan á er ljósmynd eftir Önnu Maggý sem sýnir FO á táknmáli. Aftan á er frumsamið ljóð eftir GDRN um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Aldís Alma Hamilton lagði einnig átakinu hjálparhönd og myndar FO á íslensku táknmáli.

Með því að kaupa FO bolinn tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar. Vodafone er bakhjarl átaksins og gerir okkur kleift að senda allan ágóða sölunnar til UN Women í Líbanon.

GDRN lagði átakinu lið með frumsömdu ljóði.
GDRN lagði átakinu lið með frumsömdu ljóði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál