Ofurhetja sem fer sínar eigin leiðir

Leikkonan Adria Arjona er andlit My Way sem er nýr …
Leikkonan Adria Arjona er andlit My Way sem er nýr ilmur frá Armani. mbl.is/Giorgio Armani

Andlit ilmvatnsins My Way frá Giorgio Armani er engin önnur en leikkonan Adria Arjona sem gerir garðinn frægan um þessar mundir í heimi kvikmyndanna. Áhorfendur bíða spenntir eftir henni í ofurhetjumyndinni Morbius sem verður sýnd í kvikmyndahúsum á næsta ári. Þar fer hún með hlutverk unnustu Morbius sem Jared Leto leikur. 

Ilmurinn My Way er blómailmur í einstaklega fallegu glasi sem minnir á náttúruna. Armani fékk þá Carlos Benaim og Bruno Jovanovic til að þróa ilminn sem minnir á vanillu, bergamot og appelsínur.

„Við hugsuðum um konu sem færi í ferðalag um hnöttinn. Konu sem myndi finna sjálfa sig og annað áhugavert fólk á þessari leið,“ segja þeir. 

Ilmurinn May Way frá Armani minnir á ferðalag í kringum …
Ilmurinn May Way frá Armani minnir á ferðalag í kringum hnöttinn. mbl.is/Giorgio Armani
mbl.is