Slær í gegn með grímur frá hönnuði Bjarkar

Tilda Swinton með grímu eftir James Merry á kvikmyndahátíðinni í …
Tilda Swinton með grímu eftir James Merry á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. AFP

Leikkonan Tilda Swinton hefur slegið í gegn á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Swinton fer óhefðbundna leið í grímunotkun og hefur mætt með fallegar gylltar grímur á rauða dregilinn. Swinton er ein aðalstjarnan á kvikmyndahátíðinni en hún fékk verðlaun fyrir lífsstarf sitt á hátíðinni.

Gyllt gríma við hvítan kjól gerir mikið fyrir heildarútlitið.
Gyllt gríma við hvítan kjól gerir mikið fyrir heildarútlitið. AFP

Swinton hefur klæðst látlausum fötum við grímurnar þannig að gylltu grímurnar njóta sín. Grímur Merrys veita reyndar ekki vörn gegn smiti en eru frekar táknrænar fyrir aðstæður í heiminum í dag.

Tilda Swinton.
Tilda Swinton. AFP
Gríman var í aðalhlutverki þegar Tilda Swinton klæddist hvítum bol …
Gríman var í aðalhlutverki þegar Tilda Swinton klæddist hvítum bol og svörtu pilsi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. AFP

Leikkonan Tilda Swinton fer eftir öllum reglum og gengur með hefðbundna grímu þegar þörf krefur. Þá leyfir hún sér að klæðast litríkari fötum. 

Tilda Swinton notar hefðbundna grímur þegar það á við og …
Tilda Swinton notar hefðbundna grímur þegar það á við og klæðist þá litríkari fötum. AFP

Grímuhönnuðurinn Merry er einna þekktastur fyrir hönnun sína fyrir Björk, sem hefur komið fram með grímur frá honum undanfarin ár sem eru sannkölluð listaverk. 

Björk Guðmundsdóttir hefuð komið fram með grímur undanfarin ár.
Björk Guðmundsdóttir hefuð komið fram með grímur undanfarin ár.
Grímuklædd Björk Guðmundsdóttir.
Grímuklædd Björk Guðmundsdóttir.
mbl.is