„Ég vil ekki fá mér bótox“

Jessica Simpson er orðin fertug en vill ekki nota bótox.
Jessica Simpson er orðin fertug en vill ekki nota bótox. AFP

Söngkonan Jessica Simpson er nýorðin fertug og finnst hún þurfa gera eitthvað fyrir húðina. Simpson er sögð hafa gert ýmislegt við líkama sinn og hefur viðurkennt að hafa farið í tvær magaminnkunaraðgerðir. Í nýlegu viðtali í InStyle sagðist hún þó ekki vilja nota bótox.

„Okei, ég þarf að gera eitthvað til að slétta á mér húðina, ég er nýorðin fertug. Ég vil ekki fá mér bótox, ég kann vel við svipbrigðin mín. Það er það sem gerir mig að þeirri sem ég er,“ sagðist Simpson hafa hugsað með mér. Hún segist skilja bótox en það sé ekki fyrir sig. 

Í stað þess að fara í bótox hefur Simpson komist upp á lagið með að fara í rauðljósameðferðir. Hún segir meðferðirnar frábærar og segi það ekki vegna þess að hún sé að auglýsa þær. Hún segist borga fyrir hverja meðferð sem hún fer í. 

„Ég trúi virkilega á það. Ef ég ligg þarna með rautt ljós á andlitinu á mér fer ég í hugleiðsluástand og ég get bara hlustað á tónlist eða hlaðvarp og komið mér í jafnvægi en um leið verið í Benjamin Button-meðferð.“

Jessica Simpson.
Jessica Simpson. AFP
mbl.is