Prinsessa frumsýnir nýja hárgreiðslu

Charlene, prinsessan af Mónakó er komin með nýja hárgreiðslu.
Charlene, prinsessan af Mónakó er komin með nýja hárgreiðslu. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó hefur klippt á sér hárið. Hún frumsýndi nýju greiðsluna á ferðalagi sínu til Nice þar sem hún var viðstödd opnun Tour de France.

Prinsessan skartar nú mjög stuttum skörpum toppi og ljóst er að nýja klippingin vekur mikla athygli. Almennt er prinsessan ekki hrædd við að feta nýjar slóðir þegar útlitið er annars vegar og hefur í gegnum tíðina skartað ólíkum hárgreiðslum sem allar eru þó mjög stílhreinar. Stundum er hún með mjög stuttklippt hár en á milli leyfir hún því að vaxa. 

Charlene Mónakó prinsessa er komin með topp.
Charlene Mónakó prinsessa er komin með topp. AFP
Borgarstjóri Nice Christian Estrosi og kona hans (t.v.) stilla sér …
Borgarstjóri Nice Christian Estrosi og kona hans (t.v.) stilla sér upp við hlið Charlene prinsessu og Albert prins við upphaf Tour de France. AFP
mbl.is