Fékk holu í hökuna eftir misheppnaða lýtaaðgerð

Jessica Alves fékk holu á hökuna eftir misheppnaða lýtaaðgerð.
Jessica Alves fékk holu á hökuna eftir misheppnaða lýtaaðgerð. skjáskot/Instagram

Jessica Alves, einnig þekkt sem hin mannlega Ken-dúkka, opnaði sig um lýtaaðgerð sem hún fór í á dögunum. Aðgerðin fór illa og fékk hún sýkingu hökuna sem skildi eftir sig stóra holu.

Alves, sem hefur farið í fjölda lýtaaðgerða, segist hafa lært sína lexíu af atvikinu en hún fór til manneskju sem hefur ekki fengið fulla þjálfun í að framkvæma slíkar aðgerðir. 

Alves með plástur á hökunni.
Alves með plástur á hökunni. skjáskot/Instagram

„Fyrir ekki svo löngu fékk ég mér hyaluronsýrufyllingu í hökuna til að gera hana mjórri. Ég fékk mjög slæma sýkingu og efnið hefur lekið úr hökunni á mér. Þetta hefur verið mjög slæmt,“ sagði Alves og bætti við að aðgerðin hefði verið gerð á hárgreiðslustofu í Essex. 

„Ég hef lært mikið í gegnum árin en ég var staðráðin í því að ég þyrfti fyllingu og núna er ég með stóra holu á hökunni,“ sagði Alves.

Alves hefur farið í fjölda lýtaaðgerða.
Alves hefur farið í fjölda lýtaaðgerða. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál