Gagnrýnd fyrir að sýna of mikið hold í fréttatímanum

Kori Sidaway í kvöldfréttatímanum þann 6. september síðastliðinn.
Kori Sidaway í kvöldfréttatímanum þann 6. september síðastliðinn. Ljósmynd/Twitter

Kanadíska fréttakonan Kori Sidaway fékk á dögunum tölvupóst frá áhorfanda sem gagnrýndi hana fyrir að sýna of mikið hold þegar hún las kvöldfréttirnar hinn 6. september. Sidaway birti skjáskot af tölvupóstinum þar sem hún var beðin að klæða sig á viðeigandi hátt í framtíðinni. 

Hinn ónafngreindi áhorfandi setti í viðhengi tvær myndir; aðra af Sidaway í fréttatímanum og hina af annarri konu í flegnum hvítum langermabol. Við myndirnar stóð: „Það sem þú heldur að við sjáum og það sem við sjáum í raun og veru.“ 

„Það sem þú heldur að við sjáum og það sem …
„Það sem þú heldur að við sjáum og það sem við sjáum í raun og veru,“ skrifaði áhorfandinn. Samsett mynd

„Of mikil brjóstaskora getur eyðilagt fréttina þína. Ekki láta það koma fyrir þig,“ stóð í bréfinu frá áhorfandanum. „Klæddu þig á viðeigandi hátt, það var erfitt að komast í þá stöðu sem þú komst í.“

Sidaway deildi skjáskotum af póstinum og birti þau á Twitter. „Ég og samstarfsfélagar mínir fengum þetta sent í tilraun til þess að smána líkama minn. Jæja, ég ætla að taka völdin aftur. Til allra þeirra ónafngreindu netstríðsmanna sem reyna að smána klæðaborð eða líkama kvenna, konur af þessari kynslóð líða ekki svona áreitni,“ skrifaði hún. 

Margir hafa sýnt Sidaway stuðning og sagt henni að þessi póstur væri tilefnislaus. Auk þess hafa margar konur deilt reynslu sinni af líkamssmánun sem þessari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál