Nokkur ráð svo förðunin endist út daginn

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarmeistari YSL, segir að móðir fermingarbarnsins megi ekki verða út undan. Hún mælir með farðagrunni svo förðunin endist allan daginn. 

„Ég nota farðagrunn sem bæði gefur raka og jafnar yfirborð húðarinnar áður en ég set farða sem gefur ljóma og miðlungsþekju. Það er mikilvægt að farðinn sé mjúkur svo hann leggist ekki í þurrk og línur yfir daginn og það sama á við um hyljara. Mér finnst gott að nota litlaust púður til að festa formúluna áður en ég set sólarpúður og bjartan kinnalit til að gefa förðuninni hreyfingu,“ segir Björg og bætir við:

„Það er mikilvægt að undirbúa augun eins og húðina fyrir förðun og sjálf nota ég alltaf þunnan augnskuggagrunn sem kemur í veg fyrir að augnförðun renni til eða klessist yfir daginn. Brúnir og bleikir tónar á augun koma mjög vel út, sérstaklega þegar við sækjumst eftir mildri og mjúkri förðun. Ég nota aðeins dekkri lit í skyggingu til að skerpa augun og til að gera eyeliner-línu við augnhárin. Léttur maskari sem greiðir vel passar vel með svo mildri förðun og til að toppa augnsvæðið nota ég mjóan blýant eða túss til að fylla upp í og móta augabrúnir.“

Uppáhaldsvörur Bjargar fyrir andlit:

Life Plankton elixir serum frá Biotherm er stútfullt af rakagefandi og róandi eiginleikum.

Touche Éclat blur farðagrunnur frá YSL fyllir upp í ójöfnur og fínar línur áður en farðinn er borinn á

CellGlow farðinn frá HR gefur algjörlega lýtalausa áferð án þess að nokkuð sjáist á húðinni

All Nighter Setting Spray frá Urban Decay er vatnshelt og gefur allt að 16 klst. endingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál