Manstu hvernig var að vanga í fyrsta sinn?

Slow Dance ilmurinn frá Byredo gefur sömu upplifun og vangadansinn …
Slow Dance ilmurinn frá Byredo gefur sömu upplifun og vangadansinn gerði á sínum tíma.

Fjölmargir fara í gegnum lífið án þess að finna ilminn sem þeir leita að. Sitt sýnist hverjum um tískuna sem virðist koma jafn hratt og hún fer. Ilmur er allt annar handleggur, því um leið og fólk finnur það sem það leitar að er erfitt að sleppa tökunum á því. 

Slow Dance frá Byredo fæst í Madison Ilmhúsi.
Slow Dance frá Byredo fæst í Madison Ilmhúsi.

Sumir eru eigingjarnir á ilminn sem þeir nota og sögur segja að þeir sem hafa fundið Slow Dance-ilminn frá Byredo lendi í þeirri gryfju að vilja eiga hann fyrir sig. 

Ilmurinn er blanda af þroska og sakleysi. Hann er þungur en samt léttur, fágaður með smávegis fjöri.

Hann minnir marga á vangadansinn sem þeir aldrei fengu. Ástina sem þeir hafa alltaf leitað að. 

Ilmurinn er blanda af patchouli og sætri vanillu, blómstrandi fjólum og brenndum viði. 

mbl.is