Þetta eru áhrifavaldarnir sem þú átt að fylgjast með

Stílistinn Emili Sindlev er vinsæl um víða veröld.
Stílistinn Emili Sindlev er vinsæl um víða veröld. mbl.is/skjáskot Instagram

Tískuvikan í Kaupmannahöfn var haldin nýverið þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Netið og samfélagsmiðlar léku stærra hlutverk en vanalega og mátti sjá áhugaverða áhorfendur á fremsta bekk á tískupöllunum með marga metra á milli sín. 

Það sem gerir tískuna í Danmörku vinsæla er náttúruleg efni, fallegir litir og einföld snið.

Tímaritið L'OFFICIEL valdi nokkra skandinavíska áhrifavalda að fylgjast með.

Pernille Teisbaek

Listræni stjórnandinn Pernille Teisbaek þykir sérfræðingur í að setja saman ljósar og svartar flíkur. 

View this post on Instagram

Room for both of us💛

A post shared by Pernille Teisbaek (@pernilleteisbaek) on Sep 7, 2020 at 11:30am PDT

Jeannetta Madsen

Listrænn stjórnandi Rotate Birger Christensen er mikið fyrir alls konar kjóla og peysur ólíkt því mynstri sem tískuhúsið sem hún vinnur fyrir býður upp á.

View this post on Instagram

Meant to be 🍦

A post shared by Jeanette (@_jeanettemadsen_) on Sep 11, 2020 at 12:27am PDT


Emili Sindlev

Stílistinn Emili Sindlev er þekkt fyrir fallegar litasamsetningar og minnir fylgjendur sína á hvað tískan getur verið skemmtileg. 

View this post on Instagram

Hat is always my holiday accessory 🍉

A post shared by Emili Sindlev (@emilisindlev) on Sep 1, 2020 at 11:18pm PDT

Chrystelle Eriksberger

Það er nokkuð ljóst að uppáhaldslitir Eriksberger eru ljós og svartur. Hún blandar fallegum litum saman og er með smekk fyrir flottum sniðum svo eftir er tekið. 

mbl.is