Kórónuveiran breytir tískuheiminum

Stella McCartney fylgir hjartanu og hannar nú fatnað sem er …
Stella McCartney fylgir hjartanu og hannar nú fatnað sem er þægilegur fyrir nútímakonuna sem er meira heima en áður. mbl.is/skjáskot Instagram

Tískuhönnuðurinn Stella McCartney segir að nú sé athyglin meira á þægindi og sportfatnað en á kjóla og spariföt. Hún er á því að konur séu tilbúnar að borga meira fyrir fatnaðinn sem þær eru í yfir daginn og senn fari heimsbyggðin að sjá nýja tískustrauma sem fjalla meira um smáu atriðin sem láti vaxtarlag konunnar njóta sín. 

Í nýrri vetrarlínu McCartney er boðið upp á meðal annars boli sem bæði er hægt að nota í sundi, sjó og í líkamsrækt. Fatnaðurinn sem heitir Stellawear er einstaklega vel sniðinn og fallegur. 

Ástæða þess er að vegna veirunnar ver fólk meiri tíma heima hjá sér og því kallar fatastíllinn á örlitlar breytingar. 

Sjón er sögu ríkari.

mbl.is