Hyljarinn guðsgjöf eftir lítinn nætursvefn

Una Hildardóttir á umhverfisvæna snyrtibuddu.
Una Hildardóttir á umhverfisvæna snyrtibuddu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi, forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna, hugsar vel um húðina og er hrifin af því að eiga fáar en góðar snyrtivörur. Auk þess að hugsa um hvernig snyrtivörur fara með húðina hugsar hún um hvernig þær fara með umhverfið. 

„Ég reyni að huga að heilsunni, húðinni og hárinu. Líkamleg og andleg heilsa hafa töluverð áhrif á útlitið svo ég hef heilsuna oftast í forgangi. Svo passa ég mig að halda húðinni og hárinu vel nærðu með nóg af raka, á húðina ber ég hreina arganolíu og svo nota ég bara Bruns-hárvörur frá Heiðrúnu á Grænu stofunni í hárið mitt en þær gera kraftaverk,“ segir Una um hvernig hún hugsar um útlitið. 

Una notar hárvörur frá Bruns sem hún kaupir á Grænu …
Una notar hárvörur frá Bruns sem hún kaupir á Grænu stofunni. Ljósmynd/brunsproducts.com

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég byrja á því að bera á mig rakakrem og High spreadability fluid primer. Ég set svo á mig léttan The Ordinary serum-farða og yfir hann hálfgegnsætt Laura Mercier-púður. Ég nota mikið Hourglass ambient lighting blush-pallettuna mína til þess að skyggja og setja smá lit í kinnarnar. Ég set svo á mig maskara og einhvern hógværan varalit.“

Hourglass pallettan er í miklu uppáhaldi.
Hourglass pallettan er í miklu uppáhaldi. Ljósmynd/Hourglass

En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Ég er mjög hrifin af því að eiga fáar en góðar snyrtivörur sem endast lengi. Ef ég er að fara eitthvað spari set ég oftast á mig farða úr sömu línu sem þekur betur og hyljara. Ég nota svo Hourglass-pallettuna en hef skygginguna og highlighter örlítið ýktari. Ég á mjög hentugan Eyses to mesmerise-kremaugnskugga frá Charlotte Tilbury sem hentar öllum sparitilefnum og þegar ég er hugrökk reyni ég við augnblýantinn. Þessa dagana nota ég oftast rauðan Benecos-varalit sem ég keypti í flýti kvöldið áður en ég gifti mig.“

Una notar oft rauðan varalit frá Benecos.
Una notar oft rauðan varalit frá Benecos. Ljósmynd/Benecos

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Ég á eins árs dóttur og við vöknum saman á morgnana. Ég er oftast með annan fótinn inni á baði að gera mig til á milli þess sem ég sinni henni svo það getur tekið allt frá 15 til 30 mínútur. Ef ég er að fara eitthvað fínt tekur það oftast 30 til 40 mínútur, ég reyni að gefa mér aðeins lengri tími og vanda mig betur við förðunina.“

Una notar mikið rauðan varalit sem hún keypti í flýti …
Una notar mikið rauðan varalit sem hún keypti í flýti kvöldið fyrir brúðkaupið sitt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Una var í níunda bekk þegar hún byrjaði að mála sig. 

„Ég grátbað mömmu um leyfi sem ranghvolfdi bara augunum. Ég var nýkomin heim úr ströngum skóla í Bretlandi þar sem förðun, skór með hærri hæla en tveir sentimetrar og húðlitaðar sokkabuxur voru á bannlistanum. Eftir að ég kom heim saknaði ég skólabúningsins en fagnaði frelsinu til þess að farða mig. Ég keypti mér Maybelline Dream Matte Mousse-dollu, svartan augnablýant og maskara en þessar þrjár vörur voru þær einu í snyrtitöskunni minni þar til ég útskrifaðist úr menntaskóla.“

Una notaði lengi Dream Matte Mousse frá Maybelline.
Una notaði lengi Dream Matte Mousse frá Maybelline. Ljósmynd/Maybelline

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég reyni að gera mitt besta. Guðrún vinkona mín er dóttir húðlæknis og hamraði hún það inn í hausinn á mér að nota sólarvörn daglega. Ég keypti mér rakakrem með SPF 30-vörn en þegar það er mikil sól úti ber ég líka sólarvörn dóttur minnar á andlitið en hún er mikið sterkari. Ég passa líka að þrífa alltaf af mér farða áður en ég fer að sofa og reyni að halda mig við einfalda en áhrifaríka húðrútínu. Ég nota serum frá The Ordinary sem heitir buffet öll kvöld og morgna en á kvöldin nota ég 0,2% retinol-blöndu sem ég skipti stundum út fyrir sýru. Áður en ég fer að sofa ber ég svo á mig hreina arganolíu. Samkvæmt mínum heimildum á rútínan að halda húðinni unglegri en ég get ekki staðfest það fyrr en eftir að minnsta kosti 15 ár. Ég nota bara vörur þar sem styrkleiki er gefin upp og hef tekið eftir sjáanlegum mun eftir að ég byrjaði að nota The Ordinary-vörurnar. Ekki skemmir fyrir hve sanngjörn verðlagningin á þeim er.“

Una notar serumið The Buffet frá Ther Ordinary kvölds og …
Una notar serumið The Buffet frá Ther Ordinary kvölds og morgna. Ljósmynd/The Ordinary

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég er ekki mikið fyrir þetta klassíska dekur en mér finnst andlegt dekur mikilvægast. Ég passa að gefa mér tíma til þess að fá frið frá vandamálum heimsins og öllum hlutunum sem ég þarf að sinna frá degi til dags. Það gæti hljómað óraunhæft en ég hef fundið fullkomna leið til þess, ég spila reglulega hlutverkaspilið Dungeons & Dragons í góðra vina hópi. Það gerir mikið fyrir andlegu heilsuna að kúpla sig út af og til.“

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Vörur sem fara vel með húðina. Ég reyni að nota farða og aðrar snyrtivörur sem þurrka ekki húðina upp eða eru fullar af einhverjum eiturefnum. Þegar ég þarf að kaupa nýja snyrtivöru kynni ég mér vel innihaldslýsingar og skoða umsagnir. Það slær alltaf í gegn hjá mér þegar vörur endast vel, sitja á allan daginn og fara vel með húðina og umhverfið.“

Unu langar í nýjan varalit en stefnir á að klára …
Unu langar í nýjan varalit en stefnir á að klára þá gömlu fyrst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppáhaldssnyrtivaran?

„Ég get eiginlega ekki valið á milli Hourglass-pallettunar og Laura Mercier Secret Camouflage-hyljarans. Það gerist of oft að ég fæ ekki nægan nætursvefn og þá er þessi hyljari algjör guðsgjöf en pallettuna er hægt að nota á svo fjölbreyttan hátt. Ég nota hana á hverjum degi og fyrir öll tilefni og er hún alveg ómissandi.“

Secret Camouflag-hyljarinn frá Lauru Mercier er í miklu uppáhaldi hjá …
Secret Camouflag-hyljarinn frá Lauru Mercier er í miklu uppáhaldi hjá Unu. Laura Mercier

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Salicylic-sýru til þess að bæta við húðrútínuna og Zao-varaliti en þeir koma í áfyllanlegum umbúðum. Ég er mjög áhugasöm um umbúðaþróunina í snyrtivöruheiminum þessa dagana, þar sem áhersla er sett á að minnka óþarfa úrgang og rusl sem fylgir vörunum. Ég nota til dæmis handsápu, augnblýant og fleira sem hægt er að fylla á. Ég er mjög meðvituð um að kaupa ekki snyrtivörur sem ég þarf ekki á að halda, ég á nóg af varalitum sem ég þarf að klára áður en ég kaupi mér nýja.“

Unu dreymir um varalit frá Zao. Hægt er að fylla …
Unu dreymir um varalit frá Zao. Hægt er að fylla á varalitina. Ljósmynd/Zao
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál