Netverslunin sprakk út á þessu ári

Freyja Leópoldsdóttir sölu-og markaðsstjóri S4S.
Freyja Leópoldsdóttir sölu-og markaðsstjóri S4S.

Það eru níu ár síðan netverslunin skór.is var stofnuð en hún er ein af vinsælustu netverslunum landsins. Í vefversluninni eru seldar vörur frá Steinari Waage, Ecco, Kaupfélaginu, Skechers og Toppskónum. 

„Síðan okkar hefur verið í miklum vexti undanfarið og úrvalið hefur aldrei verið meira. Við erum virkilega stolt af því að geta boðið landsmönnum öllum svo mikið úrval af vönduðum skóm fyrir alla fjölskylduna á einum stað,“segir Freyja Leópoldsdóttir sölu- og markaðsstjóri S4S sem rekur skór.is ásamt Air.is og Ellingsen.is.

Freyja segir að netverslun hafi aukist mikið með kórónuveirunni. 

„Það er óhætt að segja að netverslanir hafi tekið mikinn kipp á þessu ári og vorum við vel undirbúin fyrir slíka aukningu á pöntunum. Strax í vor fjölguðum við í netverslanateyminu okkar og leggjum enn meiri áherslu á vöruflæði á netinu en áður og auk þess bættum við enn þjónustuna í afhendingarmöguleikum. Auk þess að geta sótt í verslanir okkar bjóðum við upp á fría heimsendingu, bæði heim að dyrum sem og í póstbox, allt eftir vali viðskiptavinanna,“ segir Freyja. 

Í tilefni af afmælinu hefur kúnnum netverslunarinnar verið sendur afsláttarkóði þannig að fólk geti haldið upp á afmælið án þess að gefa - bara þiggja! 

mbl.is