Stjörnurnar í náttfötum á Emmy-verðlaununum

Gabrielle Union, Jennifer Aniston og Rachel Brosnahan voru á náttfötunum …
Gabrielle Union, Jennifer Aniston og Rachel Brosnahan voru á náttfötunum á verðlaunahátíðinni í gær. Samsett mynd

Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í Bandaríkjunum í nótt. Í ljósi heimsfaraldursins fór hátíðin fram í netheimum og tóku stjörnurnar við verðlaununum í gegnum fjarfundabúnað. Þar sem stjörnurnar voru flestar hverjar heima í stofu gátu þær nýtt tækifærið og verið í þægilegum náttfötum í stað níðþröngra kjóla og jakkafata. 

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. Skjáskot

Leikkonan Jennifer Aniston klæddist svörtum þröngum kjól í upphafi kvöldsins þegar hún opnaði hátíðina með kynninum Jimmy Kimmel. Eftir það fór hún heim og skellti sér þá í gullfallegan bleikan silkináttslopp. 

Mark Duplass.
Mark Duplass. Ljósmynd/Twitter

Það var líka kósíkvöld hjá leikaranum Mark Duplass í gærkvöldi en hann birti mynd af sér á náttfötunum. Hann klæddist köflóttum náttfötum en til að vera aðeins fínni fór hann í jakkafatajakka að ofan. 

Samira Wiley
Samira Wiley Skjáskot/Instagram

Handmaid's Tale-leikkonan Samira Wiley nýtti tækifærið og klæddist sínum bestu náttfötum. Hún var í einstaklega lekkerum hvítum silkináttfötum með sebramynstri. Við náttfötin var hún með fallegt demantsarmband, hring og eyrnalokka. 

Rachel Brosnahan.
Rachel Brosnahan. skjáskot/Youtube

Marvelous Mrs. Maisel-stjarnan Rachel Brosnahan var í fjólubláum, bleikum og bláum náttfötum og með fallegt skart við. 

Gabrielle Union.
Gabrielle Union. Skjáskot/YouTube

Leikkonan Gabrielle Union og eiginmaður hennar Dwayne Wade tóku kósí-þemað alla leið og voru einfaldlega á stórum þykkum náttsloppum. Union var einnig með sturtuhettu á höfðinu.

Jameela Jamil.
Jameela Jamil. Ljósmynd/Twitter

Leikkonan Jameela Jamil klæddist svokölluðum heimagalla. Hún birti mynd af sér í hvítum samfestingi í notalegri peysu utan yfir. „Enginn brjóstahaldari? Engir hælar? EKKI VANDAMÁLIÐ,“ skrifaði Jamil undir myndina af sér.

mbl.is