Huldukonan á bak við kveðjuföt Meghan

Meghan var flott í grænu í mars en hún fékk …
Meghan var flott í grænu í mars en hún fékk hjálp við að velja fötin. AFP

Meghan hertogaynja vakti sérstaka athygli fyrir fallegan klæðnað þegar hún sinnti síðustu opinberu störfum sínum fyrir bresku konungsfjölskylduna í mars. Það var þó ekki bara Meghan sjálf sem valdi fötin en kona að nafni Maria Means Cote er sögð hafa skipulagt klæðnað hertogaynjunnar. 

Nafnið hefur farið leynt í marga mánuði en fram kemur í The Mail on Sunday að Cote hafi verið potturinn og pannan á bak við fötin. Cote sem er 36 ára býr í London ásamt manni og börnum en starfaði áður í samskiptadeild Prada og var tengiliður við frægt fólk. Hún þekkir því tískuna vel og er með sterk sambönd. 

Meghan og Harry kvöddu í mars.
Meghan og Harry kvöddu í mars. AFP

Sterkir litir var áberandi þema í fatavali Meghan þegar hún kvaddi konungleg störf sín á Englandi í mars. Margir voru á því að Meghan hefði klætt sig til þess að gleymast ekki en það virðist einmitt hafa verið markmiðið. 

„Maria var stílisti og aðstoðarmanneskja Meghan. Hún pantaði öll fötin hennar og skipulagði klæðnaðinn. Hún bætti útlit hennar og konunum tveimur kom vel saman,“ sagði heimildarmaður. „Eftir að Meghan og Harry komust að þeirri niðurstöðu með konungsfjölskyldunni að segja skilið við störf sín skipulögðu þau sína síðustu ferð til Bretlands til að sinna opinberum erindagjörðum.“

„Meghan var ákveðin í að sýna öllum af hverju þau voru að missa og vildi líta eins vel út og hún mögulega gæti. Og hún gerði það! Maria tók saman öll fötin og Meghan fór út með hvelli – rétt eins og hún ætlaði sér.“

Meghan og Harry í stíl í rauðu.
Meghan og Harry í stíl í rauðu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál