Notar brjóstamjólk á andlitið

Jodie Turner-Smith eignaðist barn í vor.
Jodie Turner-Smith eignaðist barn í vor. Skjáskot/Instagram

Breska leikkonan Jodie Turner-Smith eignaðist sitt fyrsta barn með leikaranum Joshua Jackson í vor. Hún notar brjóstamjólkina ekki bara til þess að fæða barn sitt þar sem hún notar mjólkina líka á andlitið. 

„Síðan ég eignaðist barnið mitt hefur fegurðarleyndarmálið mitt verið það að ég set brjóstamjólk í öll andlitskremin mín,“ sagði Turner-Smith í viðtali við Vogue. „Húðin mín er mjög viðkvæm svo ég nota mildan andlitshreinsi og set síðan á mig serum með aloa vera og brjóstamjólk sem ég bókstaflega kreisti beint úr brjóstinu í hendurnar á mér. Ég held að það sé mjólkursýran. Mjólkin hefur verið byltingarkennd fyrir mig,“ sagði Turner-Smith sem er eitt af andlitum nýrrar ilmvatnsherferðar Gucci. 

Jodie Turner-Smith hef­ur leikið í Nig­ht­flyers, The Last Ship og Qu­een & Slim. Hún er gift banda­ríska leik­ar­an­um Jos­hua Jackson sem lék í sjón­varpsþátt­un­um Daw­sons Creek og The Affa­ir.

mbl.is