Katrín sendi skilaboð með gallakjólnum

Allir voru í sömu litapallettunni þegar Sir David Attenborough kom …
Allir voru í sömu litapallettunni þegar Sir David Attenborough kom í heimsókn. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, birtu nýjar myndir af sér um helgina sem teknar voru þegar stórstjarnan sir David Attenborough kom í heimsókn í hallargarð þeirra í Kensington-höll. Fjölskyldan var öll í sömu litapallettunni. 

Fjölskyldan klæddist nokkrum bláum tónum sem og gráum litum. Katrín og Vilhjálmur voru bæði í gallaklæðnaði; Vilhjálmur í klassískum dökkbláum gallabuxum en Katrín í síðum og þægilegum gallakjól. 

Síði skyrtukjóllinn er frá lúxusmerki Gabrielu Hearst og fylgir pent belti með. Kjóllinn er ekki á færi allra en hann kostar 1.295 pund eða rúmlega 230 þúsund. Kjóllinn er úr endurnýttu efni sem umhverfisverndarsinninn Attenborough kann líklega vel að meta.

Katrín klæddist síðum gallakjól.
Katrín klæddist síðum gallakjól. Ljósmynd/Gabriela Hearst
mbl.is