Katrín haustleg í almúgakápu

Katrín hertogaynja var vetrarleg í kápu frá Mssimo Dutti
Katrín hertogaynja var vetrarleg í kápu frá Mssimo Dutti AFP

Katrín hertogaynja var haustleg í vikunni þegar hún heimsótti háskólann í Derby á Englandi. Föt hennar báru þess merki að veturinn nálgast en hún var bæði í ullarkápu og bol úr kasmír í fallegum litum sem geta lífgað upp á skammdegið. 

Kasmírbolurinn og kápan eru frá spænska merkinu Massimo Dutti en merkið er í eigu sama félags og á Zöru. Massimo Dutti er þekkt fyrir aðeins meiri lúxus og hærra verð en það sem þekkist í Zöru-búðunum hér heima en vörurnar eru þó á viðráðanlegu verði. Haustkápa Katrínar kostar 249 pund eða um 45 þúsund íslenskar krónur á vef Massimo Dutti. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Katrín klæðist kápu frá merkinu, sem er greinilega í uppáhaldi. Í byrjun árs klæddist hún brúnni hnepptri kápu, einnig frá Massimo Dutti. 

Haustinu fylgir hlýrri föt eins og Katrín hertogaynja veit.
Haustinu fylgir hlýrri föt eins og Katrín hertogaynja veit. AFP
Katrín klæddist ljósbláum kasmírbol við svartar buxur.
Katrín klæddist ljósbláum kasmírbol við svartar buxur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál