Sá mynd af gjörbreyttum afturenda sínum

Tracee Ellis Ross birti tvær myndir á Instagram. Ónefndur aðili …
Tracee Ellis Ross birti tvær myndir á Instagram. Ónefndur aðili lék sér í myndvinnsluforriti.

Leikkonan Tracee Ellis Ross sá að átt hefði verið við afturenda hennar í myndvinnsluforriti. Ross er þekkt fyrir að koma til dyranna eins og hún er klædd og gerði grín að nýju myndinni á instagramsíðu sinni. 

Leikkonan, sem er jafnframt dóttir söngkonunnar Díönu Ross, setti saman upprunalegu myndina og þá breyttu og birti í sögu á Instagram. 

„Upprunalega myndin,“ skrifaði Ross við fyrri myndina og tók fram að svona liti rass hennar í alvöru út. „Útgáfan sem einhver „fótósjoppaði“,“ skrifaði Ross við hina myndina. 

Án þess að leggja mat á lögun afturenda Ross virðist hafa verið algjör óþarfi að breyta honum. Reyndar virðist það oftast reyndin þegar myndvinnsluforrit og filterar eru annars vegar.  

Leikkonan Tracee Ellis Ross.
Leikkonan Tracee Ellis Ross. AFPmbl.is