Eru húðvörurnar þínar að búa til vandamálin?

Flettu upp innihaldsefnunum í vörunni sem þú ætlar að nota …
Flettu upp innihaldsefnunum í vörunni sem þú ætlar að nota á húðina þína. Thinkstock/Getty Images

Það er fátt leiðinlegra en að vakna með nýja bólu á andlitinu, sérstaklega þegar eitthvað stendur til. Það er að einhverju leyti hægt að fyrirbyggja að bólur myndist með því að þrífa húðina vel, skipta reglulega um koddaver, huga að mataræðinu og velja réttu húðvörurnar.

Með því að fletta upp innihaldsefnunum í vörunni sem þú notar eða ert að pæla í að nota geturðu skoðað hvort varan inniheldur efni sem eru líkleg til að stífla húðina. Bólur verða til þegar fitukirtlarnir í húðinni stíflast. Þá kemur minniháttar sýking í þá, þeir verða rauðir og gröftur kemur í þá. 

Á vef Acne Clinic NYC má fletta upp innihaldsefnum í vörum og vefurinn lætur þig vita ef það er efni sem er líklegt til að stífla húðina. Efnin sem eru tilgreind á síðunni hafa misstíflandi áhrif á húðina og því gott að fletta þeim upp á netinu ef þú ert í vafa með einhverja vöru.

Innihaldslýsingum á húðvörum, og flestu, er raðað í röð eftir styrkleika í vörunni. Mest er af fyrsta innihaldsefninu, næstmest af því sem kemur á eftir því og svo koll af kolli. Fyrstu 6-8 innihaldsefnin skipta mestu máli því þau eru í mesta magninu. Ef Acne Clinic NYC segir þér að 10.-15. innihaldsefnið geti stíflað húð þína er ólíklegt að það geri það vegna þess að það er í svo litlum mæli í vörunni. 

Hvering á að nota Acne Clinic NYC?

Vefurinn er einfaldur í notkun. Best er að slá inn fullt nafn á vörunni sem þú ætlar að fletta upp og skrifa „ingredients“ fyrir aftan. Síðan afritar þú innihaldsefnin og límir inn í boxið á síðunni og ýtir á „check“.

Sensai Dual Essence er gott dæmi um vöru sem er …
Sensai Dual Essence er gott dæmi um vöru sem er ekki með nein stíflandi efni en nærir húðina vel og gefur henni góðan raka. Í henni eru líka olíur sem veita aukinn raka en stífla ekki. Ljósmynd/Sensai
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál