Ekki skrælna upp í kuldanum

Hugsaðu vel um húðina þína þegar það fer að kólna.
Hugsaðu vel um húðina þína þegar það fer að kólna. Ljósmynd/Pexels

Þegar tekur að hausta er nauðsynlegt að fara yfir húðrútínuna og skipta út vörum sem henta betur fyrir kaldari tíð. Með haustinu kemur nefnilega kuldinn og kuldinn þurrkar húðina. Því er gott að skipta út léttu húðvörunum fyrir vörur sem veita þér betri og dýpri raka. 

Hreinsir

Léttir hreinsar eru þægilegir og góðir en þegar kuldinn kemur er betra að nota hreinsi sem nærir húðina á sama tíma og hann hreinsar hana. Mælt er með því að hreinsa húðina tvisvar sinnum. Fyrst til þess að taka farða og aðrar snyrtivörur af og svo til þess að djúphreinsa húðina. Í fyrstu hreinsuninni er gott að nota micellar-vatn, til dæmis frá Garnier. Í seinni hreinsuninni er gott að nota mildan hreinsi sem nærir húðina, eins og til dæmis CeraVe Foaming Cleanser.

CeraVe Foaming Cleanser veitir raka.
CeraVe Foaming Cleanser veitir raka. Ljósmynd/CeraVe

Serum

Serum er hægt að nota bæði kvölds og morgna. Serum er þynnsta varan sem fer á húðina og ætti hún því að vera það fyrsta sem þú berð á andlitið eftir hreinsun. EGF-húðdroparnir frá Bioeffect henta mjög vel ef þig vantar aukaraka í húðina. Afmælisútgáfa húðdropanna inniheldur tvöfaldan styrkleika af EGF. 

EGF serumið frá Bioeffect.
EGF serumið frá Bioeffect. Ljósmynd/Bioeffect

Rakakrem

Ef þú ert búin að vera að nota rakakrem í léttari kantinum síðustu mánuði er um að gera að klára sem fyrst úr túpunni og fjárfesta í aðeins þykkara rakakremi. Rakakremið Absolute Silk Cream frá Sensai er hið fullkomna rakakrem og hægt að nota bæði kvölds og morgna. Kremið er hugsað fyr­ir þurr­ar og mjög þurr­ar húðgerðir en það er þétt í sér og nær­andi.

Raki og silki frá Sensai.
Raki og silki frá Sensai. Ljósmynd/Sensai

Rakamaski

Þegar húðin er sem þurrust er mikilvægt að veita henni þann raka sem hún þarfnast til að komast í jafnvægi. Það er því gott að skella á sig rakamaska nokkrum sinnum í viku til að redda því og líka til að fyrirbyggja það. Raka- og viðgerðarma­skinn Hydra Beauty Ca­mellia Repa­ir Mask er mjög góður kostur en hann bindur raka í húðinni. Í honum eru hyaluronic-sýr­ur sem eru einmitt það sem húðin þarf núna.

Hydra Beauty Ca­mellia Repa­ir Mask hjálp­ar húðinni við að binda …
Hydra Beauty Ca­mellia Repa­ir Mask hjálp­ar húðinni við að binda raka. Ljósmynd/Chanel

Sólarvörn

Það er mikilvægt að nota sólarvörn allan ársins hring. Ekki bara í júní, júlí og ágúst. Þótt sólarstundum fækki allverulega hér á Íslandi yfir veturinn þýðir það ekki að sólin hætti að skaða húðina okkar. Sólin flýtir fyrir öldrun húðarinnar og getur myndað bletti á henni sem erfitt er að losna við. Ef þú vilt seinka komu hrukknanna og blettanna er því þjóðráð að nota sólarvörn á hverjum degi. Mælt er með því að vera alltaf með að minnsta kosti 20 SPF. Veldu þér gott rakakrem með sólarvörn, til dæmis CeraVe Facial Moisturising Lotion-kremið. Kremið er létt og því hægt að nota það undir farða.

Dagkremið frá CeraVe er með sólarvörn.
Dagkremið frá CeraVe er með sólarvörn. Ljósmynd/CeraVe
mbl.is