Stal Katrín stíl Meghan?

Fataval Katrínar hertogaynju minnti á föt sem svilkona hennar Meghan …
Fataval Katrínar hertogaynju minnti á föt sem svilkona hennar Meghan klæddist þegar hún sinnti störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna. Samsett mynd

Katrín hertogaynja var smartheitin uppmáluð þegar hún tók upp myndskeið í Náttúruminjasafninu í Lundúnum á dögunum. Katrín minnti suma aðeins of mikið á svilkonu sína Meghan í svarta jakkanum frá Alexander McQueen. 

Konunglegir aðdáendur voru fljótir að benda á hversu lík föt Katrínar voru klæðnaði hertogaynjunnar af Sussex frá því haustið 2018. Rétt eins og Smartland greindi frá á sínum tíma klæddist Meghan þá svartri buxnadragt frá Alt­uzarra. Nokkrum mánuðum áður mætti hún í buxnadragt frá Al­ex­and­er McQu­een með Harry sínum. 

Katrín kann að hafa litið til eiginkonu Harrys þegar hún valdi föt fyrir viburðinn. Þetta gæti einnig verið tilviljun enda detta svartar buxnadragtir sjaldan úr tísku.

Alexander McQueen-jakki Katrínar kostaði á fullu verði á vef Net-a-Porter 1.240 pund eða um 225 þúsund krónur. Jakkinn er nú á útsölu og kostar ekki nema 868 pund eða um 157 þúsund ísenskar króur. 

mbl.is