Sterkar konur að mati La Semaine Paris

Kjóll frá La Semaine Paris sem telur allar konur geta …
Kjóll frá La Semaine Paris sem telur allar konur geta orðið sterkar konur ef þær vinna að því. mbl.is/La Semaine Paris

La Semaine Paris er vandað tískuhús fyrir hugsandi konur. Á samfélagsmiðlum má sjá hvernig mörkin á milli tísku og sterkra hugsjóna eru að afmást og hvernig hægt er að ná til kvenna um víða veröld með viðeigandi skilaboðum.

Að mati La Semaine Paris eru sterkar konur til út um allan heim. Þetta eru konur sem hafa tileinkað sér eftirfarandi átta hluti:

Þær standa með sér

Sterkar konur eru óhræddar við að segja skoðun sína og þegar þær mæta mótlæti eða óvægni sitja þær ekki undir slíku heldur verja sig. 

Þær fjárfesta í sér

Sterkar konur eru fúsar að læra nýja hluti. Þær vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og eru óhræddar við að stíga út fyrir þægindarammann. Enda vita þær að það borgar sig að fjárfesta í auknum þroska.

Þær eru með heilbrigð mörk

Þegar sterkar konur taka ákvarðanir um að gera eitthvað spyrja þær sig fyrst hvort þær hafi áhuga á því og síðan hvort þær eigi tíma aflögu. Þær segja vanalega já við því sem er þroskandi fyrir þær og nei við því sem gerir lítið úr þeim. 

Þær standa með öðrum konum

Sterkar konur halda með öðrum konum. Þær veita því athygli sem aðrar konur gera vel og eru duglegar að tala um það við aðra. 

Þær vita virði sitt

Sterkar konur vita að þær hafa alltaf eitthvað fram að færa þótt þeim líði ekki alltaf eins og þær séu fallegar, klárar eða áhugaverðar. Ef þær lenda í aðstæðum þar sem reynt er að gera lítið úr virði þeirra láta þær vita af því og koma sér í burtu við fyrsta tækifæri. 

Þær baða sig ekki upp úr áliti annarra á þeim

Þótt neikvæðni hafi áhrif á sterkar konur leggja þær sig fram um að láta neikvætt fólk ekki hafa áhrif á sig. Þær minna sig stöðugt á markmið sín og þá staðreynd að neikvætt fólk hefur ekkert með þær að gera. 

Þær eru sjálfsöruggar

Flestar sterkar konur vita hverjar þær eru og haga sér í samræmi við gildi sín. Þær gera það sem þær segja og þær leggja sig meira fram um að þóknast sjálfum sér en að láta öðru fólki líka við sig. 

Þær ákveða að vera sterkar

Sterkar konur hafa upplifað ótta, kvíða, óöruggi og alls konar tilfinningar sem geta fellt þær. Þær ákveða þó að láta þessar tilfinningar ekki hafa áhrif á sig og leyfa öðru fólki ekki að brjóta sig niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál