Fatahönnuður Clueless leysir frá skjóðunni

Alicia Silverstone klæddist gulri dragt í kvikmyndinni Clueless.
Alicia Silverstone klæddist gulri dragt í kvikmyndinni Clueless. Ljósmynd/Paramount Pictures

Það er sjaldan sem fötin í kvikmyndum spila svo stórt hlutverk að handriti kvikmyndarinnar er breytt einfaldlega til að koma inn tilvísun um fötin í þær. En þegar búningahönnuðurinn Mona May komst höndum yfir rauðan Azzedine Alaïa kjól fyrir kvikmyndina Clueless þurfti að breyta handritinu. 

May segir í viðtali við Independent að þegar hún fékk kjólinn í hendurnar hafi hún hringt í handritshöfunduinn Amy Heckerling og beðið han að koma kjólnum að. 

Kvikmyndin Clueless hefur löngum verið þekkt fyrir sína einstöku tísku og tískan hefur lifað langt eftir að kvikmyndin hætti í sýningu. Það sem er þó einstakt fyrir tísku kvikmyndarinnar er í rauninni sá að hún endurspeglaði ekki það sem unglingar á þessum tíma klæddust dagsdaglega. 

Kvikmyndin kom út árið 1995 og í henni eru meðal annars pilsdraktir vinsælar. Gula pilsdraktin sem Alicia Silverstone hefur verið táknmynd kvikmyndarinnar, en pilsdrakt var ekki táknmynd unglingatísku 10. áratugarins.

Mona May hafði 8 vikur til að hanna búningana í …
Mona May hafði 8 vikur til að hanna búningana í myndinni. Ljósmynd/Paramount Pictures

Hönnuðurinn May segir að Heckerling hafi virkilega viljað að myndin yrði ofur kvenleg og snotur. „Okkur langaði að breyta trendunum og gefa konum leyfi til þess að vera stelpulegar. Ég gat ekki sótt innblástur í það sem unglingar klæddust á þeim tíma, þannig ég gaf mér ansi mikið skáldaleyfi,“ segir May. 

May hafði ekki mörgu að moða úr og ekki mikið fjármagn. Þar að auki hafði hún aðeins 8 vikur til að hanna búninga fyrir alla myndina. Þar á meðal voru yfir 60 dress á Silverstone. 

Hún sótti innblástur í alþjóðlegar rætur sínar en hún er fædd í Indlandi, á þýska móður og ólst upp í Póllandi. Kvikmyndin fjallar um stúlkur í efri stéttum samfélagsins og því ákvað May að blanda saman hátískuvörum og eldri flíkum. 

Rauði kjóllinn sem var skrifaður inn í handritið.
Rauði kjóllinn sem var skrifaður inn í handritið. Ljósmynd/Paramount Pictures
mbl.is