Ólafur Ragnar í sömu jakkafötunum í 24 ár

Ólafur Ragnar í jakkafötum sem hann hefur átt lengi.
Ólafur Ragnar í jakkafötum sem hann hefur átt lengi. Ljósmynd/Twitter

Herra Ólafur Ragnar Grímsson vakti athygli á jakkafötum sem eru í hans eigu á Twitter í gær. Sagðist forsetinn fyrrverandi enn passa í sömu jakkaföt og hann notaði þegar hann var nýtekinn við embætti forseta Íslands. 

Ólafur Ragnar var í tökum fyrir franskan sjónvarpsþátt þegar hann klæddist jakkafötunum. Hann á ekki bara hrós skilið fyrir að passa enn í fötin heldur einnig fyrir gott tískuvit. Jakkafötin eru enn móðins og líta út fyrir að vera ný. 

„Á persónulegum nótum: Klæddist sömu jakkafötunum og þegar ég heimsótti heimabæ minn Ísafjörð í fyrsta sinn sem forseti fyrir 24 árum. Þrátt fyrir alla kvöld- og hádegisverðina í næstum því aldarfjórðung passa þau enn þá! Má ég vera stoltur? Árangur daglegra gönguferða og hreyfingar,“ tísti Ólafur Ragnar. 

Hér má sjá myndir úr Morgunblaðinu frá heimsókn Ólafs Ragnars til Vestfjarða haustið 1996. 

Ólafur Ragnar og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir á Vestfjörðum árið …
Ólafur Ragnar og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir á Vestfjörðum árið 1996.
Hér má sjá Ólaf Ragnar í heimsókninni til Ísafjarðar fyrir …
Hér má sjá Ólaf Ragnar í heimsókninni til Ísafjarðar fyrir 24 árum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál