Í kjól eða í þykku teppi?

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP

Veturinn nálgast óðum og með samtökutakmörkunum langar marga að vera undir teppi alla daga. Leikkonan Sarah Jessica Parker tók löngun sína skrefinu lengra á dögunum og klæddist kjól sem virtist einna helst líta út eins og teppi. 

Sarah Jessica Parker er alltaf með puttana á púlsinum þegar kemur að tísku eins og hliðarsjálfið hennar Carrie Bradshaw. Ef Parker gefur grænt ljós á að klæða sig í kjól sem minnir á teppi þá er það leyfilegt. 

Leikkonan var í kjól frá Hanifa. Kjóllinn er sagður vera peysukjóll á heimasíðu Hanifa en ætti auðvitað að heita teppakjóll. Kjóllinn er tekinn saman í mittið og hentar því flestum líkamsgerðum. Parker klæddist bleikum hælum við kjólinn og allt í einu leit hún út fyrir að vera á leiðinni í ball í teppi. 

View this post on Instagram

Trust us, we’re still Carried away @sarahjessicaparker in our Miya knit cardigan dress #HanifaEssentials 💕 Tap to shop

A post shared by Hanifa (@hanifaofficial) on Oct 17, 2020 at 9:28am PDT

Teppakjóllinn sem Sarah Jessica Parker.
Teppakjóllinn sem Sarah Jessica Parker. Ljósmynd/Hanifa.co
mbl.is