Bótox eyðilagði næstum því líf hans

Oliver og Kate Hudson eru með hlaðvarpsþættina Sibling Revelry.
Oliver og Kate Hudson eru með hlaðvarpsþættina Sibling Revelry. usweekly.com

Leikarinn Oliver Hudson hefur prófað að fara í alls konar fegrunarmeðferðir. Einu sinni prófaði hann bótox sem fór heldur illa en hann segist alveg vera til í að prófa það aftur. 

Oliver opnaði sig um fegrunaraðgerðir sem hann hefur farið í í hlaðvarpsþáttum sínum og systur sinnar, Kate Hudson, á dögunum. Þar sagðist hann bæði hafa prófað vampírumeðferðina og bótox.

„Ég mætti og það var sprautað blóði í andlitið á mér og svo komu nálarnar og síðan fór ég í leysi. Og síðan segir hann: „Prófum smá botox“ og ég bara: „Ö í alvöru?“ og hann segir: „Já treystu mér“ og ég bara: „Ókei fjandinn hafi það, prófum þetta“. Og hann setur bótox í andlitið og ég finn ekki fyrir neinu,“ sagði Oliver

Tveimur dögum seinna stóð hann fyrir framan spegilinn að gretta sig þegar önnur augabrúnin skýst upp að hárlínunni. 

„Ég hringdi strax í hann og sagði: „Hvað í fjandanum, Jason, þú varst að eyðileggja líf mitt!“ sagði Oliver. 

Hann fór aftur til læknisins sem sprautaði meira bótoxi til að reyna að „róa“ svipbrigðin en það virtist bara gera illt verra. „Ég leit fáránlega út. Ég leit út eins og þorpari,“ sagði Oliver. 

Þrátt fyrir þetta bótoxslys sagðist Oliver vera opinn fyrir því að prófa það aftur. „Ég hef enga fordóma fyrir þessu. Ég er með margar djúpar hrukkur. Ég lít enn karlmannlega út, án þess að líta út eins og Benjamin Button,“ sagði Oliver. 

Systir hans Kate sagðist styðja að hann opnaði sig um þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur farið í. Hún segir að margir karlmenn í Hollywood laumist í fegrunaraðgerðir. 

„Ég á vin sem er mjög frægur karlmaður, og ég myndi aldrei halda að hann færi í bótox en svo hitti ég hann einu sinni, hann var í smá pásu frá tökum og ég tók eftir því að hann var nýbúinn í bótoxi. Hann var frekar frosinn í andlitinu og ég hugsaði hversu sniðugt þetta væri. Hann var í pásu frá kvikmyndatökum og þegar tökurnar hefjast aftur verður þetta farið en hann mun ekki vera með djúpar hrukkur,“ sagði Kate.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál