Kamilla sló í gegn með hlébarðamynstri

Kamilla hertogynja af Cornwall.
Kamilla hertogynja af Cornwall. AFP

Kamilla hertogynja af Cornwall fékk prik í kladdann hjá almenningi og tískusérfræðingum eftir að sást til hennar í opinberri heimsókn á dögunum.

Kamilla var klædd afar stílhreinum fötum, svörtum og hvítum. En það sem mesta athygli vakti var gríman sem hún bar fyrir vitum sér. Gríman var með hlébarðamynstri og þótti afar nýstárleg miðað við það sem almennt tíðkast hjá kóngafólki en gríman var gjöf frá velviljuðum borgara.

Ljóst er að fatavalið hitti í mark hjá almenningi en um þúsund manns voru búnir að skrifa athugasemdir við myndina af henni en venjulega fá myndir af henni á konunglegum samfélagsmiðlum mun færri athugasemdir eða rétt í kringum 100. 

„Þvílík fyrirmynd fyrir eldri konur eins og mig,“ skrifaði einn fylgjandinn á Instagram.

Kamilla hertogynjan af Cornwall vakti mikla athygli með grímuna.
Kamilla hertogynjan af Cornwall vakti mikla athygli með grímuna. AFP
Kamilla þótti einstaklega smekkleg til fara og hlaut mikið hrós …
Kamilla þótti einstaklega smekkleg til fara og hlaut mikið hrós fyrir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál